Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 54

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 54
Ársrit Torfhildar nokkrum árum áður en sagan hefst, en móðir þeirra er í þann mund að koma heim með nýja kærastann, sem er ekki eins huggulegur í augum systranna og hann er í augum móðurinnar. Hann leggur systurnar í einelti og boðar þeim ekkert nema dauða, tortímingu eða sturlun. Hér á eftir mun ég fjalla um Sister út frá kenningum Juliu Kristevu um úrkast og þrá í tungumálinu, kenningum Claire Kahane um nútíma-gotnesku og kenning Lawrence Lipking um ótta konunnar við að vera yfigefin verður athuguð í sambandi við óvirkni móðurinnar. Þess ber að geta að Kristeva byggir kenningar sínar að einhverju leyti á kenningum franska sálgreinandans Jacques Lacan sem aftur smíðar sínar kenningar út frá fyrsta sálgreinandanum; Sigmund Freud, því verður það helsta úr þeim kenningum rakið stuttlega. Minnst verður á vangaveltur Svövu Jakobsdóttur um líffræðilegan mismim kynjanna sem orsök frumhræðslu og öryggisleysi kvenna. Sömuleiðis verður getið kenninga Otto Rank, brottrekins lærisveins Freuds, um tvífarann og sálfræðilegar ástæður þess að hann birtist. Orð Helenar Cixous um kvenlegan rithátt (fr. écriture feminine) eiga líka vel við þessa sögu en hún segir meðal annars að kventexti komi fram í gegnum aðskilnað, ekki aðskilnað sem er bætt strax fyrir, heldur raunverulega getu til að losa tökin og sleppa taumhaldinu. "Þetta verður myndhverfing hins reikula, ofgnóttar, áhættunnar af hinu óþekkjanlega: að þekkja ekki, kvenlegan texta er ekki hægt að segja fyrir, hann er óræður, óþekkjanlegur og því mjög truflandi. Hann er óvæntur og ég held að kvenleiki sé ritaður handan væntinga; hann er í rauninni texti hins ófyrirsjáanlega."1 Að mínu mati kemur þessi kvenlegi ritháttur vel fram í sögunni Sister þar sem mjög kvenlegri reynslu er lýst; nauðgun stúlkubarns af föðurstaðgengli og átökum stúlkunnar í leit sinni að sjálfstæðri sjálfsmynd. Sagan er rík af því sem er óþekkt og óhugnanlegt og kemur það fram í stíl hennar og frásagnarhætti. ÚRKAST OG ÓHUGNAÐUR KYNFERÐIS Kenning Kristevu um úrkastið grundvallast á ákveðinni höfnun, höfnun á móðurinni, í þessu tilviki er móðurlíkamanum hafnað; því að verða kona. Sagan Sister er upptekin af kvenlíkamanum, kynþroska hans, takmörkum hans, saurgun hans og leyndarmálum - 52

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.