Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 60

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 60
Ársrit Torfhildar vatninu, endurspeglun Janey eða lík Augustu? Að minnsta kosti koma hér fram í myndmálinu tvær konur, önnur veit leyndarmálið en hin ekki. Önnru er kona, hin barn. Ut frá sálfræðikenningu Lacans er Janey geðveik, þar sem hún er föst á spegilstiginu. Örvætingarfull leit hennar að einhverjum til að samsama sig við og fjarvera móður hennar gera það að verkum að hún samsamar sig líki. Tvífari tengist iðulega sálarlífi persóna, hann tjáir simdrungu sjálfsins. Tvífarinn í Sister er augljós klofningur úr aðalpersónunni, spegilmynd sem tengist Narkissusi og sjálfsást. Spegilmyndin er fulltrúi sálarinnar, þess hluta mannsins sem tilheyrir öðrum heimi. Tvífarinn tengist þrá í bernsku, þrá eftir symbíósu sem þá var jákvæð en aldurs síns vegna verður þrá Janey eftir symbíósunni neikvæð, verður dauðaþrá. Hún vill verða eins og Augusta en gerir sér ekki grein fyrir hvað það þýðir. í grein sem Sigmund Freud skrifaði um "Hið óhugnanlega" (Das Unheimliche) neitaði hann því að við óttuðumst mest hið ókunna. Það væri þvert á móti hið gamalkunna - vissulega í framandlegum búningi - sem skelfdi okkur meira: "Þrár og hvatir, jafnvel úr frumbernsku, sem hafa verið bældar en snúa aftur í breyttri mynd á fullorðinsárum, og minna á óleystan vanda sjálfsmyndunarinnar; vekja af öllu því sem á okkur sækir mestan óhug. [...] Tvífarinn verður áminning um þann tíma þegar sjálfið var ekki jafn afmarkað, áminning um bældar óskir og sund sem lokuðust þegar sjálfið myndaðist. í frumbernsku er vellíðunarlögmálið allsráðandi, sjálfsástin í raun jafn ótakmörkuð og sjálfið, og það sem þá var nautn hefur oft á fullorðinsárum fengið þveröfuga merkingu. Sem dæmi nefnir Freud að þráin eftir móðurkviði getur tekið á sig mynd sjúklegs ótta við kviksetningu, en það minni er oft samfara tvífaraminninu."6 Út frá þessu má líta táknrænt á skóginn sem móðurlíkama og tjörnina sem móðurlíf. Augusta væri samkvæmt þessu óskmynd Janey um að komast aftur í öryggi móðurkviðar, hámark symbíósunnar, eins náinn samruna við móðurina og hægt er að fá, fósturstig. Janey vill flýja inn í móðurlíkamann til að þurfa ekki að horfast í augu við ógnir raunveruleikans, Mr. Emrick. í 18. aldar gotnesku var óhugnaðurinn falinn. Það sem þá var hulið er í nútíma gotnesku gert sýnilegt. Með þessari breytingu er kvenhetjan ekki lengur fangi í kastala eða húsi heldur er hún fangi eigin líkama - kvenlíkamans sem er tákngervingur móðurarfsins.7 Þess vegna er Janey hrædd við að eldast, hrædd við að brjóstin 58

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.