Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 63

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 63
Ársril Torfhildar Algengt er að konur tali með barnarödd í ljóðum. Þetta er "myndmál smæðarinnar" eins og Ellen Moers skilgreinir það.11 Myndmálið er sprottið af vanmáttarkennd kvenna andspænis karlveldinu og kemur þannig fram að í bókmenntum sínum samsama "konur sig gjarnan því sem er lítið og minnimáttar, og séu litlir hlutir, svo sem blóm, fuglar og fiðrildi, mjög algengir í myndmáli kvenna þar sem þeir fái oft táknræna vídd."12 Þetta "myndmál smæðarinnar" er gegnumgangandi í Sister. "He was a large man. When he rolled his sleeves back, muscles moved beneath the skin" (215), og þegar eltingarleikurinn hefur borist út í skóginn kemur andstæða barnsins og mannsins, konunnar og karlsins, best fram í barnslegum orðum Janey og einfaldleika; "I am small; he's large" (223). "Myndmál smæðarinnar" tengist líka móðurinni og vanmætti hennar, í eina skiptið sem móðirin grætur yfir hvarfi dóttur sinnar og stendur í skógarjaðrinum13 og hrópar nafn Augustu margsinnis. Mannfræðingarnir Edwin og Shirley Ardener settu fram kenningu um að menningarsamfélög hafi tvo hópa, annan ríkjandi og opinberan, hinn dulinn og þöglan. Þetta "skema" hafa femínistar notað mikið. Opinbera og ríkjandi menningin er menning karla en sú þögla og dulda er menning kvenna sem er bæld af opinberu menningunni. Konan er innlimuð í menningu karla, en karlar hafa ekki aðgang að menningu eða reynsluheimi kvenna samkvæmt þessum fræðum. Utan við þessi tvö menningarsvæði er það sem Ardener kallar "villt svæði" eða "wild zone". Það er staður sem er utan við lög og reglur samfélagsins, til dæmis skógurinn í Sister; tjörnin í hjarta skógarins er svo afskekkt að vegurinn nær ekki þangað. Þarna eru glæpirnir framdir. Glæpir sem eru bannaðir í samfélaginu og fordæmdir. Þess vegna verður Augusta að vera undir yfirborði tjarnarinnar í "villta svæðinu", glæpurinn er þaggaður niður af glæpamanninum sjálfum, hann er of viðbjóðslegur til að mega koma upp á yfirborðið. Þar sem Mr. Emrick er föðurstaðgengill má líta á nauðgun hans á systrunum sem sifjaspell. Sifjaspellið telst vera frumglæpur í sálfræðinni og er fyrsta hvötin sem er bæld niður á þroskaskeiði barna. Mr. Emrick þekkir boð og bönn samfélagsins en hann getur ekki hlýtt þeim og til að halda stöðu sinni innan þess verður hann að þagga niður í fórnarlambinu. Hann er fulltrúi hinnar ríkjandi menningar sem þaggar niður í menningu kvenna en um ieið er hann mótfallinn þeim reglum sem samfélagið sem hann tilheyrir 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.