Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 67

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 67
Ársrit Torfhildar hluta af myndmáli sögunnar: "The woods stretch endlessly above our place, steep hillsides overgrown with thick green, honeysuckle twining, joining lesser trees with moss-grown forest giants in one sweet-smelling embrace ... I love the woods. I walk there always, climbing hills to rest atop a ridge [...] I run and slide the steep slopes, down, loose soil a tiny avalache beneath my feet. I walk; I watch; I listen; I explore (217). í þessari lýsingu sést hvað skógurinn er stór. Hann teygir sig endalaust upp yfir heimili þeirra og trén eru skógarrisar sem faðma hver annan, þetta er rannsóknarvettvangur stúlkunnar en hvað er hún að rannsaka? Tjörnina sem er í hjarta skógarins, tjörnina sem býr yfir óhugnanlegu leyndarmáli, tjörnina sem geymir og felur systurina; "Augusta is in there. She is still ten years old. She looks so very small, and young beneath the water...She cannot leave the pond; she has to stay below the surface and I cannot touch her” (217). Tjörnina sem býr yfir sannnleikanum um kvenleikann. Ég sagði hér að framan að náttúran skipti miklu máli í myndmáli sögunnar enda er heimili kvennanna einangrað í miðjum skóginum, umlukið trjám sem yfirleitt eru vinaleg en geta orðið ógnvekjandi. 'Tm born here; my home is in the woods. It seems fitting, all the same, their sudden alienness; the safety of my home has disappeared beyond the stranger's smile, and my fear has turned to anger" (223). Ef, táknrænt séð, litið er á skóginn sem líkmamning móðurlíkamans er ekki að undra að hann verði ógnvænlegur í augum lítillar stúlku, ókunnugur og framandi. Nú veit hún hvað Mr. Emrick ætlar sér, hann ætlar að tjörninni, móðurlífinu, ætlar inn í skóginn (líkama hennar) og því hefur ótti hennar breyst í reiði. Hún veit. Þess vegna er hún staðráðin í að láta hann ekki komast upp með þessa (vægast sagt) átroðslu refsingarlaust. "I know each twig will lash him, and each thom will rip" (223). Segja má að frásögnin sé á tveimur "plönum", að hún gerist bæði í raunveruleika og fantasíu eða ímyndun. A báðum frásagnarplönunum snýst skógurinn gegn Janey, bæði á raunveruleika-planinu sem skógur, og á fantasíu-planinu sem hennar eigin líkami. Það er nokkuð algengt í sögum kvenna að umhverfið verði ógnandi23 og styðji jafnvel við ofbeldi gegn konum, umhverfið er þá hliðhollt karlveldinu, yfirleitt er því lýst sem lóðréttu og styrkir þannig fallusarmynd trjánna. 65

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.