Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 70

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 70
Ársrit Torfhildar til þess að óhugnaðurinn gangi upp verður lesandinn að gangast inn á þessa lógík og samþykkja að það sé raunhæfur möguleiki að þetta geti allt gerst. Systirin í tjörninni er kannski möguleiki en af hverju segir Janey þá engum frá henni? Er það heilbrigt að hún skynji lík systur sinnar sem lifandi? Öllum slíkum spurningum hlýtur lesandi að svara neitandi vegna þess að óhugnaður í skáldskap getur aldrei orðið óhugnaður í raunveruleikanum. Til þess að upplifa óhugnaðinn verður lesandinn að þurrka út lögmál Föðurins í sjálfum sér og hleypa symbíósunni upp á yfirborðið, þurrka út mörk sjálfsins og upplifa fantasíuna sem raunveruleika. Táknrænt séð er þetta saga um uppreisn stúlku gegn rótgróinni bælingu karlveldisins á konum, menningu þeirra og líkama. Slík uppreisn er ekki liðin, hvorki af móðurinni né karlaveldinu og því hljóta endalok hennar að vera tragísk, hún er föst í úrkastinu, geðveik og útilokuð frá samfélagi manna og dauðra. Hún er föst á jaðri margra tilverustiga. Hún er á jaðri samfélagsins og "villta svæðisins", tilheyrir hvorki dauðum né lifandi. Hún er útilokuð frá því að vera heilbrigð og samt getur hún ekki alveg náð hástigi geðveikinnar í samruna við systurina því hún hafnar tvífara sínum í lok sögunnar. Hún hafnar kvenlíkamanum, sjálfri sér og þeirri kúgun sem honum fylgir og er því dæmd til að vera úrkast. Hún er hvorki kona né barn og hefur engan valkost annan en geðveiki. *** Þessi ritgerð var upphaflega skrifuð sem lokaverkefni í námskeiðinu Feminískar bókmenntarannsóknir sem Helga Kress stýrði á haustönn 1990. Hún birtist hér Iítið eitt breytt og vil ég nota tækifærið og þakka Helgu fyrir margar nytsamlegar og skemmtilegar ábendingar meðan á samningu ritgerðarinnar stóð. Þær gloppur sem hér kunna að leynast eru eingöngu undirritaðri að kenna. 68

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.