Mímir - 01.04.1986, Síða 7

Mímir - 01.04.1986, Síða 7
Hægt er að færa ýmis rök fyrir því að á síð- asta áratug fari að hljóma enn ein endurnýun- arkrafan í bókmenntum þessa Iands. Um það Ieyti vex þeirri skoðun fylgi að ríkjandi bók- menntahefð sé dottin úr öllum tengslum við lesandann og veruleika hans; atómskáldunum er legið á hálsi fyrir að yrkja svo torræð og leið- inleg ljóð að fólk nenni hreinlega ekki að standa í þeiin andskota lengur að lesa þau. Að mati ungskáldanna hafði veruleikinn tekið breytingum en listin ekki; þetta leiddi til sömu niðurstöður og svo oft áður: nýar hugmyndir krefjast nýs stíls. Það sem hvað mest áhrif hefur á hugsunar- hátt ungs fólks á síðasta áratug eru hugmyndir sem eiga rætur sínar í ýmsum hræringum í pólitík og listum á 6. og 7. áratug aldarinnar. Hér verður Iátið nægja að minnast á aðeins fátt eitt í þessu sambandi því það væri vissulega efni í ógrynni ritgerða ef gera ætti þolanleg skil menningarsögu tímabilsins frá Kaldastríðinu til Johns Travolta. W Fyrst ber að nefna það sem líklega hefur haft einna víðtækust áhrif á þankagang ungs fólks í byrjun 8. áratugarins — neistann sem kviknaði á strætum Parísarborgar á vori það herrans ár 1968 og varð fyrren varði að alheimsbáli og Iék við himin sjálfan; þetta var Sjálf Stúdentaupp- reisnin. Upphaflega beinclrst óánægja stúdenta að kennslufyrirkomulagi og stjórnun skólanna en eftir því sem mótmælin mögnuðust snérust þau uppí allsherjar gagnrýni á þjóðfélag, kapít- alisma, stríðsrekstur og óréttlæti hverskonar. Sífellt háværari varð krafan um marxíska þjóðfélagsbyltingu í anda helstu hugmynda- fræðinga uppreisnarinnar, þeirra Maó Tse- tungs og Herberts Marcuses. Hinn síðarnefndi hafði auk þess uppi þá kenningu að kapítal- isminn hefði slævt skarpskyggni hins kúgaða með því að beina áhuga hans inná brautir efn- ishyggju og hégómleika þarsem auðvelt væri að fullnægja honum. Fagurfræðilegum áhuga þess kúgaða væri þarmeð eytt og sömuleiðis vitund- inni um betra og fegurra mannlíf. Það sein í upphafi virtust vera staðbundnar róstur varð á augabragði að víðtækri vitundarvakningu með- al stúdenta og ungra menntamanna og tók að beinast gegn efnishyggju, gervimennsku, skrumi og firringu; ekki varð stríðsrekstur Bandríkjamanna í Víetnam heldur útundan í öflugum mótmælum stúdentahreyfingarinnar. Um svipað leyti og stúdentar risu uppá aft- urlappirnar fóru síðhærðir menn og skeggjaðir, og konur í rósóttum mussum að slíta sandölum sínum vestur í San Francisco. Þetta voru hinir innvígðu eða hipparnir. Hreyfing þeirra var í raun aldrei skipulögð og snérist miklu fremur um lífsstíl en fastmótaðar hugmyndir. Þó var þeim öllum sameiginlegt að predíka náunga- kærleika og bræðralag; hreyfingin náði fljótt mikilli útbreiðslu. Líktog stúdentarnir höfðu hipparnir megna andúð á efnishyggju og gervi- mennsku samfélagsins en hvöttu ekki til bylt- ingar heldur tóku upp hætti förumannsins, lögðust í flakk og reyndu að lifa utanvið hinn svokallaða ramma þjóðfélagsins. Hippar lögðu hatur á ýmsa viðtekna samlífshætti einsog hjónabandið og fjölskylduna sem þeir töldu ekki til annars líkleg en að auka ennfrekar á einangrun og ýta undir samkeppni og sundur- þykkju. Víða voru stofnaðar hippanýlendur og kollektíf þarsem allt samlíf skyldi vera á félags- legum grundvelli; bú af þessu tæi voru yfirleitt rekin af einhverskonar sjálfsþurftarhvöt og sambýlisfólkið hafði tekjur af ýmislegri hand- iðn, götusöng og þvíumlíku. Dópneysla var stór hluti af lífsstíl hippanna og þeirra aðferð til að „meika veruleikann“. Popplistin var að því leyti svipuð áðurnefnd- um hreyfingum að hún höfðaði fyrst og fremst til hinnar breiðu fylkingar æskufólks. Popp- listamenn lögðu sig eftir því að rífa niður múr- inn milli listar og lífs og notuðu gjarna þekkt mótíf úr fjöldaframleiddum teiknimyndasögum eða auglýsingum í verk sín. Með því að rjúfa mótífin úr þekktu samhengi og endurgera þau í óvenjulegt efni eða við nýar aðstæður vildu þeir vekja fólk til umhugsunar um neyslukapp- hlaupið og auglýsingaskrumið. Popp- og rokktónlist er ekki sísti hugmynda- miðillinn af því sem hér er talið. Einsog stúd- entarnir og hipparnir náði hún — og nær — til 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.