Mímir - 01.04.1986, Síða 12
Lóa litla á Brún
hún var laglegt fljóð
svo hýr á brá
jafnan er hún hló
og lögguna klæjar í lófana
iná ég ekki mamma
með í leikinn þramma
segir Birgir Svan þegar hann er að lýsa balliL
Stundum er líka vísað í þjóðlegar bókmenntir
einsog dæmi er um hjá Þórarni hér að ofan eða
hjá Einari Má í ljóði sem hann kallar m't andar
suðrið:
DC-10 þotur
berið öllum uppí breiðholti
kveðju mína
(Er nokkur í
kórónafötum . . ., bls. 29).
Einar Már virðist í fljótu bragði vera það skáld
úr þessum hópi sem mest notar vísanir í ljóð-
um sínum; hann talar td. um orwellska hryll-
ingsmynd, kafkaþögn, dr. jeckyll og mr. hyde
eða þjóðflutningatíma sem renna um stofugólf-
ið svo tekin séu nokkur dæmi af handahófi.
Raunar er í mörgum tilfellum skammt úr vísun
í tákn og er slíku til að dreifa hjá öllum skáld-
unum. í sumum tilvikum er um að ræða
hvorttveggja í senn vísun og tákn þarsem síðan
allt ljóðið gæti skoðast sem líking:
Þó rúbíkófljótin væru þurr
þó ég gæti tekið strætó heim til þín
kom ég sá ég og tapaði
(EMG: Er nokkur í
kórónafötum . .. ,bls. 19).
Þetta er nú kannski ekki algengasta stílein-
kennið á ljóðum ungskáldanna, það skal viður-
kennt en dæmi finnast vissulega ef grannt er
skoðað.
Táknanotkun er með ýmsu móti einsog
gengur og ekki treysti ég mér til að leggja mat á
hvort hún er meiri eða minni hjá ungskáldun-
unt en skáldum annarra kynslóða enda er það
ekkert höfuðmál; hitt er öllu eftirtektarverðara
að mörg táknanna eiga sér rætur í samtíma
skáldanna og standa gjarna fyrir einhverskonar
kenndir eða hegðun sem skáldin eru oftar en
ekki að deila á: sjónvarpið er þannig iðulega
tákn einangrunar eða firringar, bíllinn tákn
hraðans eða lífsgæðakapphlaupsins og ham-
borgarar, kók og þvíumlíkt jafnan tákn auð-
valds, sölumennsku og auglýsingaskrums; hjá
Þórarni Eldjárn verða dönsku blöðin í kvæðinu
Rósa á heimleið5 6 tákn sljóleika og gervimenn-
ingar sé höfð hliðslóð af þeim göfugu bók-
menntum sem annars ku fást í Ísafold-í-alfara-
leið.
í heild er myndmálið líklega það nýstárleg-
asta í ljóðum ungskáldanna. Það er ekki síður
en efni og málfar sótt í hvunndag nútíma-
mannsins, myndhverfingar og Iíkingar skír-
skota til hins nýa veruleika hans sem einkenn-
ist af auglýsingaflóði, neyslu, sjónvarpsglápi
o.fl. o.fl. Myndhverfingar eru aldrei flóknar og
verða þarafleiðandi ekki til að torvelda skilning —
lesandans á ljóðinu:
í höfuðborginni hefur kornflexregnið
stytt upp á gulu trópíkanavatninu
laufskrúð morgunblaðsins hætt að bærast
(BSS: Gjalddagar, bls. 28).
Myndhverfingarnar eru þó ekki ýkja margar
samanborið við líkingar — þarsem eitthvað er
sagt vera einsog eitthvað annað; um þetta er
hægt að finna ótal dæmi í öllum ljóðabókunum
sem hér er stuðst við. í líkingunum er ekki
sjaldgæft að huglæg fyrirbæri séu hlutgerð:
„eletrónisk sál þín stígur úr líkamanum / eins- *
og plata sem lendir í vitlausu umslagi“ segir td.
hjá Einari Má7. Persónugervingum er einnig
töluvert beitt, dauðir hlutir fyllast lífi og taka
upp mannlega hegðun:
5 Hraðfryst Ijóð, bls. 19
6 Erindi, bls. 16—18 7 EMG: Sendisveinninn er einmana, bls. 7
12