Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 12

Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 12
Lóa litla á Brún hún var laglegt fljóð svo hýr á brá jafnan er hún hló og lögguna klæjar í lófana iná ég ekki mamma með í leikinn þramma segir Birgir Svan þegar hann er að lýsa balliL Stundum er líka vísað í þjóðlegar bókmenntir einsog dæmi er um hjá Þórarni hér að ofan eða hjá Einari Má í ljóði sem hann kallar m't andar suðrið: DC-10 þotur berið öllum uppí breiðholti kveðju mína (Er nokkur í kórónafötum . . ., bls. 29). Einar Már virðist í fljótu bragði vera það skáld úr þessum hópi sem mest notar vísanir í ljóð- um sínum; hann talar td. um orwellska hryll- ingsmynd, kafkaþögn, dr. jeckyll og mr. hyde eða þjóðflutningatíma sem renna um stofugólf- ið svo tekin séu nokkur dæmi af handahófi. Raunar er í mörgum tilfellum skammt úr vísun í tákn og er slíku til að dreifa hjá öllum skáld- unum. í sumum tilvikum er um að ræða hvorttveggja í senn vísun og tákn þarsem síðan allt ljóðið gæti skoðast sem líking: Þó rúbíkófljótin væru þurr þó ég gæti tekið strætó heim til þín kom ég sá ég og tapaði (EMG: Er nokkur í kórónafötum . .. ,bls. 19). Þetta er nú kannski ekki algengasta stílein- kennið á ljóðum ungskáldanna, það skal viður- kennt en dæmi finnast vissulega ef grannt er skoðað. Táknanotkun er með ýmsu móti einsog gengur og ekki treysti ég mér til að leggja mat á hvort hún er meiri eða minni hjá ungskáldun- unt en skáldum annarra kynslóða enda er það ekkert höfuðmál; hitt er öllu eftirtektarverðara að mörg táknanna eiga sér rætur í samtíma skáldanna og standa gjarna fyrir einhverskonar kenndir eða hegðun sem skáldin eru oftar en ekki að deila á: sjónvarpið er þannig iðulega tákn einangrunar eða firringar, bíllinn tákn hraðans eða lífsgæðakapphlaupsins og ham- borgarar, kók og þvíumlíkt jafnan tákn auð- valds, sölumennsku og auglýsingaskrums; hjá Þórarni Eldjárn verða dönsku blöðin í kvæðinu Rósa á heimleið5 6 tákn sljóleika og gervimenn- ingar sé höfð hliðslóð af þeim göfugu bók- menntum sem annars ku fást í Ísafold-í-alfara- leið. í heild er myndmálið líklega það nýstárleg- asta í ljóðum ungskáldanna. Það er ekki síður en efni og málfar sótt í hvunndag nútíma- mannsins, myndhverfingar og Iíkingar skír- skota til hins nýa veruleika hans sem einkenn- ist af auglýsingaflóði, neyslu, sjónvarpsglápi o.fl. o.fl. Myndhverfingar eru aldrei flóknar og verða þarafleiðandi ekki til að torvelda skilning — lesandans á ljóðinu: í höfuðborginni hefur kornflexregnið stytt upp á gulu trópíkanavatninu laufskrúð morgunblaðsins hætt að bærast (BSS: Gjalddagar, bls. 28). Myndhverfingarnar eru þó ekki ýkja margar samanborið við líkingar — þarsem eitthvað er sagt vera einsog eitthvað annað; um þetta er hægt að finna ótal dæmi í öllum ljóðabókunum sem hér er stuðst við. í líkingunum er ekki sjaldgæft að huglæg fyrirbæri séu hlutgerð: „eletrónisk sál þín stígur úr líkamanum / eins- * og plata sem lendir í vitlausu umslagi“ segir td. hjá Einari Má7. Persónugervingum er einnig töluvert beitt, dauðir hlutir fyllast lífi og taka upp mannlega hegðun: 5 Hraðfryst Ijóð, bls. 19 6 Erindi, bls. 16—18 7 EMG: Sendisveinninn er einmana, bls. 7 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.