Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 13

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 13
brauðsneiðarnar hoppuðu uppúr brauðristum einsog fimleikamenn (...) bílar sem hrukku í gáng með andfælum binda slaufur á hraðbrautir miðborgin geispar stynur þúngan a, (BSS: Gjalddagar, bls. 28). Það er að sönnu ekki aðferðirnar til mynd- sköpunar sem eru nýstárlegar hjá ungskáldun- um heldur birting þeirra — hvernig nýr veru- leiki er myndgerður á nútímalegu ntáli en með gamalkunnri tækni. Málfarið á ljóðunum er að öllum jafnaði hversdagsiegt einsog efniviðurinn og myndmál- ið, laust við hátíðleika og tilgerð. Gömlu mál- vöndunarbuxunum hefur nú verið hent og í staðinn dregnar fram rokkbuxur, vandlega skeyttar slangri. Fjálgur og alvarlegur stíll verð- ur að víkja fyrir húntor og hálfkæringi; orðin eru gjarna sótt í safn hins unga Rokklendings og það ekki ómerka safn inniheldur fjölskrúð- U. ugan forða slangurs fyrir allt mögulegt frá dópi til lofnarláta: varúð skordýraeitur hassað vá í myrkrinu getur ekki tjáð þig nema í upphrópunum milljón gæsalappir utan um allt sem þú segir hvar var þér stungið í samband droppát í frakka sem passará heiminn eða dressaður sent díler (EMG: Sendisveinninn .. . , bls. 12). Húmorískur stíll og orðaleikir eru all greinilegt einkenni á ljóðum ungskáldanna — þau halda áfram „orðbyltingunni" sem kennd er við Dag Sigurðarson þótt með nokkuð öðrum hætti sé. Oft eru orðaleikir settir fram í háðungarskyni einsog þegar sagt er urn drottin að hann „græddi sár hins tyfta tötramanns / á tá og fingri“x. Fyndin ljóð með nokkrum ádeilu- broddi er víða að finna; ágætt dæmi er upphafs- ljóð einnar bókar Einars Más — einskonar „til lesandans": væri eg bilað sjónvarp ntundi ég örugglega valda frekari trullun í lífi ykkar (EMG: Er nokkur í kórónafötum .. .,bls. 7) Víða er hæðst að ættjörð og náttúru og ýmsar líkingar tilfærðar í því skyni, td. Iíkir Pétur Gunnarsson landinu við stóran kúk . . . Leikið er með orð í að því er virðist þrenn- um tilgangi aðallega: í fyrsta lagi til þess ein- faldlega að vera fyndinn, í öðru lagi til að gefa stirðnuðum frösum nýtt líf og í þriðja lagi er verið að leika með merkingu orðanna; Stein- unn og Þórarinn eiga dæmi urn þetta: 1. Því sá sem er sloppinn í sloppinn er sloppinn og þarf ekki að svara. (ÞE: Erindi.bls. 59) 2. Æ fastar vefst mér íslensk tunga um tönn (Sama. bls. 44) 3. I sumarnætur ég veiði sól og stjörnu í vetrarnætur (StS: Verksummerki, bls. 26). Með gamansemi og orðaleikjum hefur skáld- unum víða tekist að bjarga Ijóðinu undan þeirn drunga og draugasagnastíl sem lengi hefur loð- að við það og kemur berlega fram í upplestri; en þarsem tilgangurinn er eingöngu sá að vera fyndinn þykir mér sem tilfinnanlega hafi verið slakað á skáldlegum kröfunt, hæðnin er jafnvel gufuð upp, ádeilan rokin útí veður og vind og lítið fer fyrir þeirri mannlegu skírskotun sem þó hlýtur að verða að vera fyrir hendi til að ljóðið hafi nokkra möguleika á að öðlast fram- haldslíf í vitund lesandans. Eftir stendur sumsé sú ætlun ein að vera fyndinn í Ijóði; útaf fyrir sig göfugt stefnumið en stenst tæplega „listræn- ar kröfur": af því verður hlátur einn og ekkert meir. 8 ÞE: Kvceði, bls. 16 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.