Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 21

Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 21
auknum kynnum íolks af fornbókmenntunum og auk þess er líklegt að sjálfstæðisbarátta þjóð- arinnar á 19. og 20. öld hafi hvatt marga til að nota þjóðleg nöfn. í manntalinu 1703 hét t.d. enginn Islendingur Ingólfur, árið 1855 eru þeir tveir en árið 1910 eru Ingólfarnir orðnir 166. Er Iíklegt að þjóðhátíðin 1874 hafi minnt fólk á sögu nafnsins og vakið upp vinsældir þess. Svipaða sögu er að segja um nafnið Ragnar en það var endurvakið á seinni hluta 19. aldar og þannig mætti Iengi telja (sbr. Ólafur Lárusson 1960:6 — 7 og Hermann Pálsson 1960:18). A þessari öld hafa einnig verið endurvakin nokkur nöfn sem fornsögurnar settu brenni- mark sitt á. Þannig er nú farið að nota karl- mannsnafnið Mö'rður á nýjan leik en það hefur ekki tíðkast hér síðan á 13. öld og er líklegt að Njála hafi valdið þar einhverju um (sbr. Her- mann Pálsson 1960:129). Sagnaritun og ljóðagerð virðast á öllum öld- um hafa haft áhrif á nafnaval landsmanna. Þannig var kvenmannsnafnið Gróa nokkuð al- gengt fyrr á öldum en eftir að Jón Thoroddsen skapaði Gróu á Leiti í Pilti og stúlku (1. útg. 1850) hefur notkun þess minnkað mjög (sbr. Þorsteinn Þorsteinsson 1964:194, Hagstofa ís- lands 1981:5+ og þjóðskráin 1982). Á hinn bóginn geta skáldsögur og ljóð einnig hafa stuðlað að vinsældum einstakra nafna. Þannig er líklegt að ljóð Stefáns frá Hvítadal Erla góða Erla hafi að einhverju leyti stuðlað að vinsæld- um þess nafns á árunum 1921 — 50 (sbr. Hag- stofa íslands 1981:4+). 3.4 Goðfræðileg nöfn Á þessari öld og þá einkum á síðustu áratug- um hennar hafa ýrnis goðfræðileg nöfn komist í tísku. Er það einkum karlmannsnafnið Þór og nú á síðasta áratug einnig karlanafnið Freyr sem notið hafa hvað mestra vinsælda. Að fornu tíðkaðist ekki að skíra börn nöfnum goða. Þó var goðanafnið tíragi notað sem mannsnafn í Noregi allt frá fyrri hluta 9. aldar og á 17. öld var uppi íslendingur með þessu nafni (sbr. Halldór Halldórsson 1967:57). Önnur goða- nöfn tíðkaðist hins vegar ekki að nota ein sér en börnum voru gefin nöfn sem samsett voru úr goðanafni og öðru nafni t.d. Freysteinn, Þórir, Þórdis o.s.frv. (sbr. Guðni Jónsson 1949). Það að nöfn eins og Þór, Óðinn, Freyja o.s.frv. voru ekki notuð sem mannanöfn í heiðnum sið hefur líklega stafað af því að menn hafa ekki viljað baka sér óvild goðanna. Þannig þekkist það meðal margra þjóða að mönnum þyki varasamt að nota nöfn ýmiss þess sem talið er heilagt (sbr. Magnús Linnbogason 1933:106 — 108). í Hauksbók er kafli sem styður þá skoð- un að heiðnum mönnum hafi stafað geigur af goðanöfnunum. Þar segir svo: „Þad er fródra manna sogn ad þad være sidur i firndinne, ad draga af nofnum Gudanna nofn sona sinna, so sem af Þórs nafne Þorolf, edur Þor- stein edur Þorgrim, . . . Enn eru fleire nofn dreiginn af þeim gudum og Ásum, þo ad af Þór sie flest, menn hofdu þa og mioc ij nofn, þotti þad Iijklegt til langlijfis og heilla, þott nockrir fyrimællti þeim vid Gudinn, þa mundi þa ecki skada ef þeir ætti annad nafn (Hauksbók 1982-96:503-504). Það virðist því hafa hvílt einhvers konar trúarlegt bann á goðanöfnum í fyrndinni. Það sama þekktist í kaþólskum sið þar sem nafn Maríu guðsmóður hefur líklega þótt helgara en svo að syndugir menn mættu bera það. Á Norðurlöndum tíðkaðist ekki að nota nafnið María sem mannsnafn fyrr en eftir siðaskipti og hér á landi þekktist það ekki fyrr en á 18. öld (sbr. Ólafur Lárusson 1960:4). Eftir að kristni komst á hafa mönnum þótt goðanöfn illa særna kristnum mönnum. Það virðist þó einkum hafa verið nöfn samsett úr Vé- og Frey- sem guldu kristninnar. Hinar ýmsu samsetningar Þón-nafnsins voru hins vegar áfranr vinsælar (sbr. Hermann Pálsson 1960:16). Það var þó ekki fyrr en á þessari öld sem rnenn fóru að nota goðanöfnin ósamsett sem mannanöfn. Eftir 1910 hafa einnig verið tekin upp mörg dverganöfn og nöfn sem tengj- ast goðafræðinni, t.d. Fjalar, Fáfnir, Draupnir, Dvalinn, Mímir, Gylfi, Sif Gullveig o.s.frv. (sbr. Halldór Halldórsson 1967:57 og Þorsteinn Þor- steinsson 1964:191 — 195). 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.