Mímir - 01.04.1986, Page 35
Halla Kjartansdóttir:
Eg sá satan af himnum
sem eldingu (Lúk. 10:18)
Gm djöfulinn í boðun og bókmenntum miðaldakirkjunnar
1
Grein þessi var upphaflega samin sem lokarit-
gerð í námskeiði um helgisögur sem Sverrir
Tómasson kenndi á Cand.mag. stigi í íslensk-
um bókmenntum á vorönn 1985. Hér birtist
hún með örlitlum breytingum.
1. Inngangur
Hvað er flærðin, hatrið, fólskan og slægðin,
andspænis heiðarleika, kærleika og sannleika?
Hvað er óvinur mannkyns, faðir Iyginnar,
höfðingi myrkursins, andspænis frelsara mann-
kyns, föður ljóssins og sannleikans, skapara
himins og jarðar? — Afskræmt kvikindi, sem
hvorki er maður né skepna, heldur allt þar á
milli, aldrei í einu líki en alltaf ógnvekjandi.
Það getur aldrei orðið almáttugt, en það ógnar
vegna þess að það er fært um að afskræma
sköpunarverk guðs. Það er í senn holdgerving
og ímynd hins illa og það er sá djöfull sem
guðshugmynd kristninnar hefur fætt af sér, sá
djöfull, sem birtist ljóslifandi í kristilegum bók-
menntum miðalda.
Þar kemur djöfullinn fram í ýmsurn gervum
og mynd hans getur því verið margbreytileg á
yfírborðinu þótt undir niðri sé hún ávallt í
samræmi við þá kristilegu hugmyndafræði sem
djöf'ullinn er vaxinn upp úr. Hér á eftir verður
fyrst fjallað um djöfulshugmynd kristninnar,
hið illa sem spillir á milli guðs og manna, en
síðan hugað að því hvernig djöfullinn birtist í
trúarbókinenntum miðalda og hvaða hlutverki
hann gegnir þar. Ekki er ætiunin að fara ræki-
lega í saumana á einstaka lýsingum eða frá-
sögnum, heldur verður fyrst og fremst reynt að
draga fram þá trúarafstöðu sem býr að baki
hinum Ijölskrúðugu frásögnum af honum, sem
koma fyrir í sögum af helgum mönnum (helgi-
sögum) og kristilegum dœmisögum. I þessum
trúarlegu bókmenntum miðalda eru dregin
skýr mörk góðs og ills í mannlegri breytni, þar
sem játarar og píslarvottar verða hinar full-
komnu fyrirmyndir en ólánspersónur dæmi-
sagnanna, sem eru fíflaðar af vélabrögðum
djöfulsins, víti til varnaðar. I dæmisögunum er
gert sem mest úr völdum og ógnum djöfulsins,
en í helgisögunum birtist hins vegar sú til-
hneiging að gera sem minnst úr þeim. Hér á
eftir kemur betur í ljós í hverju þessi grundvall-
armunur felst. En hann afhjúpar bæði afstöðu
kristninnar til djöfulsins og varpar Ijósi á mis-
munandi hlutverk helgisagna og dæmisagna í
trúboði kirkjunnará miðöldum.
II. Djöfullinn kemst til valda
Kristin trú gengur út frá skörpum andstæð-
um góðs og ills og byggir kennisetningar sínar á
þeim, enda þótt guðshugmynd kristninnar
rúmi einungis ailt hið góða. Hinu illa verður
því að finna stað utan hennar og því hefur hug-
myndin um djöfulinn, sem fulltrúa hins illa,
alls þess sem andstætt er kristinni trú, orðið til
og mótast samstíga guðshugmyndinni, sem
andhverfa hennar. En samkvæmt kristinni trú
er guð ekki einungis hugmynd heldur lifandi og
skapandi máttur. Guð er almáttugur og algóð-
ur og hann skapaði heiminn, sem var upphaf-
lega góður og fullkominn. Þannig gerir kristin
35