Mímir - 01.04.1986, Page 37
nánari lýsingu af þeim atburðum er að finna í
Niðurstigningar sögu:
Þá gerði síðan dominus krossmark yfir
Adam og öllum helgum og íók hönd Adams og
(sté) upp úr helvíti með her miklum, og fylgdu
drottni allir helgir.3
Jesús hefur krossmarkið eitt vopna og með
því tekst honum að hnekkja veldi myrkrahöfð-
ingjans og um leið opnast hinu synduga mann-
kyni aftur leiðin tii himnaríkis og eilífs Iífs. En
vegna þess að Jesú tókst ekki endanlega að ráða
niðurlögum Satans, héldu sporgöngumenn
hans áfram baráttunni. Um það vitna hinar
fjölmörgu frásagnir miðalda af viðureign trú-
manna við djöfulinn og krossmarkið er jafn-
framt þeirra skæðasta vopn.
Þótt á síðari tímum hafi verið hljótt um þess-
ar frásagnir af hinum drambsama og valdasjúka
Lucifer, helvíti og niðurstigningu Jesú og djöf-
ullinn sé vart nefndur í ræðum og ritum nú-
tímaklerka, hefur hann verið bráðlifandi í hug-
um miðaldamanna og gegnt þýðingarmiklu
hlutverki í trúboði miðaldakirkjunnar. Þá voru
sögur af helgum mönnum og kristilegar dæmi-
sögur snar þáttur í messugjörðinni og í frásögn-
um þessum ber töluvert á Iýsingum á hvers
kyns ofsóknum og illvirkjum djöfulsins, sem
ekki lætur af fíkn sinni í og baráttu fyrir þeim
völdum sem samkvæmt kristninni eru ætluð
guði einum — völdum yfir sálum manna í lífi
jafnt sem dauða.
III. Djöfullinn í sókn og vörn
Sannfæringin um að hið góða muni ávallt
geta sigrað hið illa er í raun undirstaða krist-
innar trúar og kemur einkar skýrt fram í frá-
sögnum miðalda af viðureign manna við djöf-
ulinn. Þar fer sá sem trúir undantekningarlaust
með sigur af hólmi, enda þótt andstæðingurinn
sé gerður eins ógnvænlegur og frekast er unnt. í
sögum af helgum mönnum birtist djöfullinn
gjarnan í líki viðbjóðslegustu og grimmustu
villidýra, dreka og eiturkvikinda.
3 Niðurstigningar saga, Heilagra manna sögur II, bls. 7.
Eftir það gengu óhreinir andar í sýn við hinn
helga Antonium I líkömum ýmislegra skóg-
dýra' sá hann bœði leones og pardos, hin
grimmustu dýr er svo heita, bja(r)ndýr, nöðrur
og þá eiturorma er reguli kallast, og mörg önn-
ur skaðsöm og eiturfull kvikindi af ýmislegu
kyni. ÖU þessi skrimslfóru remjandi, hvert eft-
ir sinni náttúru og raust og með gapandi gin,
svo sem þau þyrsti öll til blóðs þess réttláta
manns og hann að svelgja . . .4
Þessi lýsing úr sögunni af heilögum Ant-
oniusi er nokkuð dæmigerð fyrir frásagnir
helgisagnanna af ofsóknum djöfulsins á hendur
trúmönnum. Hann birtist þar í allra kvikinda
líkjum og spúir eldi og brennisteini, en allar
þessar ógurlegu lýsingar þjóna fyrst og fremst
þeim tilgangi að gera sem mest úr trúarstyrk
þeirra sem fyrir ofsóknunum verða. Og reglan
er sú í þessum frásögnum, að eftir því sem
söguhetjan býr yfir sterkari trú, magnast lýsing-
amar á ásjónu og ógnum djöfulsins. En það er
jafnframt táknrænt fyrir aukið mikilvægi djöf-
ulsins í boðun kirkjunnar á miðöldum að högg-
ormur Gamla testamentisins skuli fá á sig stærð
dreka og skrímsla í trúarritun miðaldakirkj-
unnar.
I sögu heilags Antoniusar er djöfullinn
reyndar fyrirferðarmeiri en í flestum öðrum
helgisögum og lýsingar hans fjölbreytilegri.
Heilagur Antonius hefur kosið að helga líf sitt
guði og sest að í kastala í eyðimörk og lifir þar í
einveru og meinlætum. Hann fær hins vegar
engan frið fyrir árásum djöfulsins og kastalinn
er alsettur illum öndum í líki höggorma og
eyðimörkin er sömuleiðis morandi í hvers kyns
skaðlegum kvikindum. Þessar hræðilegu að-
stæður varpa þó Ijóma á sjálfan Antonius því
honum tekst að hrekja öll þessi kvikindi á brott
með krossmörkum og bænalestri og hreinsa
eyðimörkina af þessum ósóma. Þessar dáðir
hans spyrjast út og til hans streyma djöfulóðir
menn úr öllum áttum, sem Antonius læknar
umsvifalaust í krafti trúar sinnar. Hinn mikli
4 Antonius saga, Heilagra manna sögur I, bls. 57.
37