Mímir - 01.04.1986, Síða 46
orð tekin alvarlega vœri allur skáldskapur und-
irhefðbundnum bragarháttum andvana fadd-
ur. Hvað finnst þér?
Þetta er bara sami fanatismi og kemur alltaf
upp og er kannski að sumu leyti nauðsynlegur
meðan breytingar eru að ganga yfir. Menn
verða helst að trúa svo stíft á það nýja sem þeir
þykjast sjálfir vera fulltrúar fyrir að þeir haldi
að það komi aldrei neitt á eftir. Þetta sem
þarna gerðist ætti að vera nokkuð sambærilegt
við það sem var að gerast á sama tíma í mál-
aralist. Við vitum að það gekk þarna yfir
ákveðið afstrakt tímabil sem olli Iíka deilum.
Annars vegar voru menn sem sögðu: þetta er
ekkert málverk, þetta er þara klessumálverk.
Hins vegar voru þeir sem þörðust fyrir þessu
nýja formi af svo mikilli einsýni að þeir urðu
fanatískir. Þetta leiddi til þess að menn sem
höfðu allan tímann meiri áhuga á að mála fíg-
úratíft urðu næstum því að fara með veggjum.
Þannig var t.d. með Jóhannes Geir. Sama gilti
um menn sem gengu af trúnni. Sverrir Har-
aldsson var einn af þeim mönnum sem mest
var hampað þar til hann braut gegn kröfu dags-
ins, hinu afstrakta málverki sem var orðin ríkj-
andi hefð og því hvorki ögrandi né byltingar-
kennt lengur. Hann var allt að því ofsóttur. Ég
held að þetta hafi að sumu Ieyti verið sambæri-
legt í ljóðlistinni. Þó má ekki gleyma því að á
tímabili hættu menn gjörsamlega að yrkja und-
ir fullkomlega hefðbundnum bragarháttum, en
auðvitað ber að hafa í huga að mörg bestu
skáldin hafa haldið í stuðlasetninguna alla tíð í
gegnum þykkt og þunnt, t.d. Hannes Pétursson
og Þorsteinn frá Hamri.
Mig langar til að víkja stuttlega að DISN-
EYRÍMUM. Var það ekki undarlegt uppátœki
að ráðast í það að yrkja rímur á ofanverðri 20.
öld?
Jú, það má segja það og mér finnst núorðið
einkennilegt að ég skuli hafa gert þetta. En
grundvallarhugmyndin var sú að mig Iangaði
til að gera sláandi samruna úr einhverju tvennu
sem á ekki að eiga neitt skylt. Ég hafði þá þegar
fengið talsverðan áhuga á þessu formi og stúd-
erað það dálítið og svo þegar ég var búinn að
ákveða að ég ætlaði að gera rímur, þá leitaði ég
nú að efni svona í huganum. Þá vildi svo til að
á þeim árum hafði ég ákaflega mikinn áhuga á
ýmsum pólitískum fræðum í kringum svokall-
aðan menningarimperialisma og þá varð Walt
Disney fljótlega á vegi mínum. I dag finnst mér
að Disneyrímur ættu frekar að vera verk sem
maður segist Ianga til að gera, en geri svo
aldrei, Iíkt og margir gerningar „happening"
eru bara uppskrift að einhverju sem listamað-
urinn myndi vilja gera, væri það hægt.
En þú ákvaðst að láta ekki þar staðar num-
ið?
Ég segi kannski að mér þyki ótrúlegt að ég
skuli hafa gert þetta, en þó ber á það að líta að
bragarsmíð eins og þessi er ákaflega mikið
þjálfunaratriði. Það er hreinlega hægt að koma
sér í ham og ef maður gerir mikið af þessu þá
er þetta miklu auðveldara en það lítur út fyrir.
Afköst fyrri tíðar rímnaskálda verða þá í
Ijósi þessa skiljanlegri?
Já, maður skilur að það er ákaflega mikið af
svona hálfgerðum formúlum í gangi í þessum
kveðskap, það hlýtur bara eiginlega að vera,
því afköst þessara manna hér á öldum áður
voru svo lygileg.
Síðan koma ERINDI lit 1979. Varstu þá
fluttur heim?
Nei, ég flutti ekki heim fyrr en um áramótin
1979 — 80. Þannig að Erindi eru algerlega sam-
in ytra, nánar tiltekið í Stokkhólmi.
Yrkisefnin í ERIND UM eru að mörgu leyti
svipuð og í KVÆÐUM, en ádeila þín er orðin
markvissari og þyngri. Þú deilir á neyslusam-
félagið, erlent auðvald og herinn er þér þyrnir í
augum. Afstaða þín er þjóðernisleg — tehirðu
islenskt þjóðerni vera í hcettu?
Já, ég get nú tekið undir það að margt af því
sem ég hef gert ber vitni um hugleiðingar um
okkar þjóðerni. Ég vona þó að þetta sé manni
eðlislægt frekar en að þetta séu skrif um þjóð-
erni sem einhvers konar skraut utan á okkur ís-
lendingum. Spurningin um þjóðerni hlýtur
bara ávallt að vera ofarlega í huga manns sem
gerir það að iðju sinni að vinna úr tungumáli
örlítillar þjóðar eins og okkar íslendinga. Állir
46