Mímir - 01.04.1986, Page 51
Já, þaðan er það komið að tengja þá saman.
Síðan þlandast sögur af Silungaþirni saman við
sögur af Guðmundi Bergþórssyni.
/sögunni lýsir þú samvinnu skáldsins og al-
þýöumannsins sem mistekst. Eru þessi „mis-
tök“ ástœðan fyrir „kyrrum kjörum"?
Já, þetta er kannski það sem sagan gengur
meira og minna út á. Án þess að ég vilji leggja
fram einhvern skilning sem ég fyrirskipi að
þurfi að vera sannleikurinn allur, þá má segja
að þetta sé spurningin um það, að hve miklu
leyti er hægt að taka málin í sínar eigin hendur,
ef ytri aðstæður leyfa það ekki.
Má þá kannski segja að þeir seilist of langt,
þegar þeir reyna að galdra dverginn út úr
steininum?
Já, þeim tekst að galdra hann út úr steinin-
um, en síðan kemur þarna truflun að utan, sem
veldur því að hann hörfar aftur tilbaka þannig
að honum verður aldrei náð aftur og það má
segja að það sé niðurstaðan.
Nú minnir þetta atvik mann dálítið á sœr-
ingar Galdra-Lofts. Eru einhver hugmynda-
tengsl þarna á milli?
Nei, það held ég nú ekki. Þessi galdur í Kyrr-
um kjörum myndi ekki flokkast undir svarta-
galdur að ég hygg. Og raunar þótti sumum rit-
dómurum það miður og töldu það vera galla á
sögunni, hvað mikill tvískinnungur væri ríkj-
andi í afstöðu höfundarins til galdursins. Aðra
stundina væri hann tekinn alvarlega, en hina
gerðust yfirskilvitlegir hlutir eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Jafnframt væri í sögunni gefið
í skyn að galdur sé fyrst og fremst það sem
aðrir haldi að sé galdur og hann sé sem sagt
ekki til í fullri alvöru, heldur aðeins til sem
orðrómur í tengslum við fötlun Guðmundar
Bergþórssonar. Ég held að þetta sé alveg hárrétt
niðurstaða varðandi Guðmund. Hann hafði
orð á sér fyrir að vera kraftaskáld og ég er alveg
viss um að þessi fatlaði maður sem bjó yfir
þessum mikla krafti til að yrkja, hann hefur
auðvitað róið að því öllum árum að ýta undir
þann orðróm. Hann var svo mikið þæklaður að
hann þurfti einfaldlega á því að halda bara til
að geta lifað og starfað.
En hvað þá um ásakanir ritdómara um tví-
skinnung af þinni hálfu?
Já, sko ég get alveg sagt það hreinskilnislega
að ég var að reyna að hafa tvískinnung í þessari
sögu. Ég vildi ekki gefa lesandanum neinar
upplýsingar urn það hvort ég tryði eða tryði
ekki á þennan galdur. Ég vil frekar kynna hann
á þann hátt að lesandinn verði bara að finna út
sjálfur hvað honum finnst.
Auk þess sem galdur er sjálfsagður í skáld-
skap?
Já, galdurinn er náttúrlega þáttur í ölium
skáldskap. Og bara sjálft orðið, er það ekki
komið af að gala eða kveða, eða einhverju
slíku?
Hefurðu í hyggju að skrifafleiri skáldsögur?
Já, ég hef fullan hug á því og ég vona að ég
eigi eftir að skrifa margar skáldsögur. Þó er ég
ekki endilega viss um að ég mundi gera það að
sérgrein minni að skrifa sögulegar skáldsögur.
Það er að mörgu leyti dálítið erfiðara.
Nýjasta bókin þín heitir MARGSAGA. Þar
koma margar persónur fyrir úr þínum fyrri
bókum. Þarna eru Rósur ýmsar á ferð og Jó-
hannes Birkiland á hjólinu og ýmsar fleiri
persónur sem hafa komið fyrir hjá þér áður.
Hverju sœtir þetta?
Já, mér finnst nafnið Rósa einhvern veginn
þess eðlis að ég hef ákveðið að hafa það í öllum
mínum bókurn og ég mun halda þeim sið
áfram. Þó getur verið að ég hafi gleymt að hafa
nokkra Rósu með í Yddi og kannski er Jó-
hannes Birkiland ekki á ferli þar heldur. Ann-
ars sagði nú einhver við mig að Jóhannes
Birkiland væri svona nokkurs konar höfundar-
einkenni á mínum bókum, eins og það er hjá
Hitchcock að láta sjálfan sig alltaf sjást bregða
fyrir einhvers staðar í kvikmynd eftir sig. Það
er hans „signature“. I einni mynd staulast hann
út úr jámbrautarlest með kontrabassa. Hann
sést alltaf í öllum myndunum og Jóhannes
Birkiland gegnir svipuðu hlutverki í mínum
bókum.
Þú hefur tekið svona miklu ástfóstri við
ákveðnar persónur?
Ja, það er nú bæði það og eins er það nú líka
51