Mímir - 01.04.1986, Page 66

Mímir - 01.04.1986, Page 66
maður gerir ekki skyldu sína er honum borið á brýn að vera kvenlegur, þ.e. kynvilltur. Ef kona fer út fyrir sitt athafnasvið, t.d. með því að taka þátt í bardaga eða að hefna, mistekst henni. Heimar karla og kvenna í sögunni geta ekki skarast. „ ... kvenvælar einar.“ Hnitmiðuð bygging harmsögunnar um Gísla Súrsson ber sterk einkenni rithefðar og þar með karlahefðar. Hinar laustengdu sagnir sem byggja upp alþýðusöguna eru af munnmæla- hefð ólæsrar alþýðu og kvenna. Ritlistin var í höndum ríkjandi menningar karlveldisins; munnmælin tilheyrðu undirmenningu alþýð- unnar og kvenna. Þetta endurspeglast m.a. í því að harmsagan er yfirskipuð alþýðusögunni; bygging sögunnar ræðst af harmsögunni. En þótt karlasjónarmið harmsögunnar sé svona sterkt gætir mikillar togstreitu milli þess og kvennasjónarmiðs alþýðusögunnar. Samúð sögunnar er með Gísla sem breytir eftir hetju- hugsjón ættarsamfélagsins. Samt er eins og sag- an sé ósamkvæm sjálfri sér, því að í Ijós kemur að hetjusamfélagið, sem hún er að verja er ban- vænt. Þegar upp er staðið eru karlhetjurnar dauðar, vegnar fyrir aldur fram. Hvað verður um hetjusamfélagið ef það gengur að hetjum sínum dauðum? Skýrast kemur kvennasjónarmið sögunnar fram í stuttu samtali Gísla og Þorgerðar, móð- ur Gests Oddleifssonar. Leyfi ég mér að halda fram að í þessu megi sjá „útópíu“ sögunnar. Sagt er að Þorgerður hafi verið vön að taka við skógarmönnum og hafi haft til þess jarð- hús. Staðháttum er lýst allnákvæmlega eins og höfundur hafi bæði þekkt til og trúað því að Þorgerður hafi raunverulega hýst þarna útlaga. Setningin „ok sér þess enn merki“50 sýnir þetta og bendir til þess að frásögnin tilheyri hinu munnmælalega lagi sögunnar. Enda undirstrik- ar sjónarhornið og inntak samtalsins það. 50 íslensk fornrit VI, bls. 75. 51 íslensk fornrit VI. bls. 75. 52 Sama, bls. 75. í samtali þeirra Þorgerðar og Gísla er hún býðst til að hýsa hann, kemur fram kvenlegt lítillæti hennar. Hún segir að hjálp hennar verði líklega ekki annað en „kvenvælar ein- ar“.51 Svo segir: „Gísli kvesk þat þiggja mundu, en segir nú eigi verða kprlunum svá vel, at or- vænt sé, at konunum verði betr.411’2 Þá er sagt að hvergi hafi verit gert jafn vel við hann í sekt- inni og þar. Við athugun þessa samtals kemur í Ijós að Gísli hefur hreinlega gefist upp á körlunum og siðum þeirra. Það eru einmitt siðir karlveldis ættarsamfélagsins sem hafa komið honum til að fremja þann glæp sem hann er gerður útlæg- ur fyrir. Og karlar sama ættarsamfélags færast undan því að hjálpa honum í útlegðinni. Sagt er að Gísli ferðist þrjá vetur um allt ísland og biðji höfðingja að ljá sér lið. En það kemur fyr- ir ekki og er seið Þorgríms nefs kennt um.53 En seiðurinn er einungis skýring sögunnar. Barátta karlanna við að halda jafnvægi í ættar- samfélaginu og um leið sæmd sinni er vonlaus. T. M. Andersson: The Icelandic Family Saga. Massachu- setts 1967. T. M. Andersson: „Some Ambiguities in Gísla saga.“ Bibliography of Old Norse-Icelandic Studies 1968. Aristoteles: Um skáldskaparlistina. Þýðandi Kristján Árnason. Reykjavík 1976. Björn Karel Þórólfsson: Formáli að Islenskum fornritum. Reykjavík 1943. Peter Foote: „An Essay on the Saga of Gísli and its Icelan- dic Background.“ The Saga of Gísli. London 1963. Ida Gordon: „The Origins of Gísla Saga.“ Saga-Book, XIII (1949-50), 183-205. Grambye og Sonne: „Greimas til hverdag." Meddelelser fra Dansklæreforeningen, 1/1973. Guðrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda I og II. Akureyri 1961. Helga Kress: „Barnsburður og bardagi." Reykjavík 1982. Helga Kress: „Ekki hgfum vér kvennaskap.“ 70 ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni. Reykjavík 1977. Helga Kress: „Mjgk mun þér samstaft þykkja." Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur. Reykjavík 1980. 53 Seiðurinn segir að þeim manni, er drap Þorgrím, skuli ekki verða björg. Heimildaskrá 66

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.