Mímir - 01.04.1986, Side 83
fyrstu bókum Jóhannesar og raunar fylgdi hún
honum alla tíð en í fyrstu er hún litin með aug-
um nýrómantíkurinnar. Þar blandast hún
bernskuminningum Jóhannesar úr Dölunum,
oft með angurværum saknaðarblæ. Minnir þá
kliðmýktin oft á Stefán frá Hvítadal. Góð dæmi
um ljóð af þessu tagi eru m.a. úr fyrstu bókinni
(bækurnar verða hér eftir auðkenndar með út-
komuári), Ijóðin Heima, Að starfi og Smalavís-
ur en einnig má nefna ljóðin Álftirnar kvaka,
Vor, Dalir og /Þrastaskógi (1929). í kvæði sínu
Heima segir Jóhannes m.a. svo um æskuslóðir
sínar í faðmi náttúrunnar:
Hér er allt sem ég unni,
og ég get ekki talið.
Oft á heiðinni hérna
hefur hugurinn dvalið,
er ég flutzt hef í fjarlægð,
— og nú fagna ég glaður.
Nú er hjarta mitt heima.
Þetta er heilagur staður!
(Ljóðasafn I, bls. 12)
2) Fegurðarleit og túlkun sálarlífs. Hér er
hin nýrómantíska hugsjón glögg. Jóhannes yrk-
ir um heim tilgangs og fegurðar, um guð sem er
góður og fagur. Hér skín í rómantíska dul-
hyggju. Dæmi um Ijóð af þessu tagi eru t.d.
Uppi á örœfum (sbr. hin sífellda þögn) og
Leiðsla (1926) og ljóð eins og Bijröst og Jóns-
messunótt (1929). Sem dæmi má nefna byrjun-
arerindi Uppi á fjöllum þar sem segir:
Leikur öræfaandi,
hvísla einveruhljóð,
breiðist hátignarhjúpur
yfir heiðanna slóð.
O'n af fornhelgum fjöllum
þrumar forlagamál.
Á þeim afskekktu stöðvum
ríkir ómælissál.
(Ljóðasafn I, bls. 15)
Hinn trúarlegi kveðskapur getur fylgt hér með.
Hann skín á flestum stöðum glöggt í gegn en
einnig má finna hrein trúarljóð sbr. Nóttin
helga (1926) og Gamla sagan, Við lífsins tré og
Ef ég segði þér allt (1929). Hér má merkja það
væntanlega þegar Jóhannes endurskoðar trú
sína. Því að þótt ljóðin séu af trúarlegum toga
þá íjalla Gamla sagan og Ef ég segði þér allt
um misskiptingu auðs milli ríkraog fátækra.1
En þótt Jóhannes varpi frá sér hinum aldna
og grimma guði kristninnar er guðshugmyndin
allt of sterk í honum til þess að hann snúi baki
við henni eins og síðar kemur glöggt fram, t.d. í
ljóðabókinni Mannssonurinn (1966) sem var
reyndar ort um 30 árum áður en hann gaf hana
út.
3) Trúin á óbeislað ímyndunarafl skín á
ýmsum stöðum í gegn. Fer ég engu nánar út í
þá sálma en tengja má hana hinni dulrænu
reynslu sem áður er getið.
4) Heimsþjáningin. Þetta er sá hluti í kveð-
skap Jóhannesar sem minnst ber á. Enda er
það ekki að undra því að hvergi má finna brest
í hinni rómantísku hugmyndafræði, hvergi
nokkur efí um þá heimsmynd sem skáldið hef-
ur skapað sér. Þó örlar á ærið ógeðfelldum hlut
í kveðskap hans sem um Ieið gæti gefið villandi
mynd af hinni rómantísku heimsþjáningu líkt
og ég tel íslenskan aðal Þórbergs Þórðarsonar
hafa gert. Er hér um þunglyndisþrána að ræða
en um hana yrkir hann á a.m.k. tveimur stöð-
um í Bí, bí og blaka, þ.e. í samnefndu ljóði og í
Huldu. Hér sést greinilega að allur harmur er
uppgerð ein. Þó má finna harm þess sem bund-
inn er í báða skó í ljóðinu Draumórar (1929)
sem ort er í anda Jónasar Guðlaugssonar og er
um þrána að „árroðans strönd“. Er ég þó alls
ekki viss um einlægni höfundar í þessu ljóði.
5) Ofurmennishugmyndir má finna víða í
ljóðum Jóhannesar, t.d. í kvæðum hans úr
Laxdælu og Grettlu (1926) og í Ijóðum eins og
Úr víkingi og Sií öld var stór (1929). Hann tign-
ar hér víkingslundina og karlmennsku hinna
miklu hetja. Svo segir í síðastnefndu ljóði:
Égdái Egil, Gunnar, Kjartan, Kára,
og karlmennskuna, sem þeim stafar frá,...
(Ljóðasafn I, bls. 247).
Annað dæmi er Ertu með?(1932).
Segja má að hetjutrú hans hafi fylgt honum
1 Sjá nánar í grein Njarðar P. Njarðvík, Vort er ríkið.
T.M.M.2. ;978, bls. 144.
83