Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 86

Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 86
eymd alþýðunnar stangast að hans mati á og því gerist hann fráhverfur hinum gamla guði sínum. Eitt þekktasta dæmið í kveðskap Jó- hannesar er Opið bréf (1932). Þar er skáldið í uppreisn gegn hinum kristna guði sínum, varp- ar honum frá sér og tilbiður þess í stað hinn unga og ókunna guð sem enn er í sköpun, guð almúgans. Ljóð þetta er þrungið alvöru en svo er ekki um öll ljóð Jóhannesar trúarlegs eðlis. í Eitt lítið og sólskinsbjart Ijóð (1935) er háðið í fyrirrúmi. Aftur á móti er meiri beiskja í Ijóði hans Heilagt stríð úr sömu bók þannig að hending ein virtist ráða eða skapsmunir höf- undar hvernig hann leit á yrkisefni sitt. Gott dæmi um það er ljóðabókin Mannssonurinn sem ijallar um Jesús frá Nasaret, en þar virðir hann Krist fyrir sér í mun alþýðlegra ljósi en áður, svo notuð séu orð höfundarins.5 Jóhannes hélt glímunni við guð áfram gegn- um allan sinn kveðskaparferil og þó að hart væri oft í heimi og Jóhannes efaðist oft þá dó Kristur aldrei að fullu í brjósti hans fram á dauðadag. 4 í kvæði sínu Vér öreigar (1935) segir Jó- hannes svo: Eins og ljóð vort er einfalt og auðskilið og hirðir ekki um rósfjötra rímsins né fjólublá faguryrði, heldur sannleikann sjálfan, eins munum vér berjast til þrautar, í bróðurlegri, einfaldri alvöru, unz réttur vor og niðja vorra til nýs, mannlegs lífs frelsar hið fyrirheitna land. (Ljóðasafn II, bls. 125-126) Jóhannes gerir sér fyllilega grein fyrir að nýj- ar stefnur geta oft kallað á ný form. En þrátt fyrir það varð engin veruleg breyting á skáld- skaparformi hans fyrr en síðar. Hann heldur hinni gömlu formhefð með einstaka undan- tekningum á borð við Tröllið á glugganum (1939). Þótt Jóhannes segist aðeins hirða um sannleikann og fyrir honum verði hismið, rím- ið og stuðlarnir, að víkja hefur hann ekki fylgt þeirri reglu sinni að nokkru ráði (undantekning er þó Sovét-ísland (1935)) enda hefur það eflaust aldrei verið ætlun hans. Hann var að búa sig undir mikilvægari byltingu. Þannig mætti hugsa sér að hann hafi talið boðskap sín- um betur borið með kvæðum í anda hinnar ís- lensku Ijóðhefðar, það gengi betur í fólkið. Því að ekki má gleyma að kveðskapur þessi hafði baráttugildi og því voru hin torræðu og per- sónulegu kvæði módernismans ekki heppileg, enda er ekki að undra að þau kvæði Jóhannes- ar sem ekki voru ort undir hefðbundnum hátt- um voru svokölluð opin Ijóð, þar sem merking- in gat ekki vafist fyrir neinum. Svo fór þó að Jóhannesi varð ljós stöðnun sín. í ljóðinu Húsið (1945) lýsir hann hugar- angri sínu. Sama dóm fellir hann í lokakvæði sömu bókar6. Því fór svo að strax eftir útkomu Sól tér sorlna (1945) fóru að birtast órímuð ljóð í Tímariti Máls og menningar eftir Jóhannes undir dulnefninu Anonymus. Hann birti síðan ljóðaþýðingar sínar Annarlegar tungur (1948) undir sama dulnefni. Formbylting Jóhannesar úr Kötlum einkenndist í fyrstu af uppreisn gegn stuðlum og rími enda var svo að þótt sum kvæðin í Annarlegar tungur væru hefðbundin í frummálinu urðu þau órímuð í íslensku þýð- ingunni.7 Nú endurtók Jóhannes að vissu leyti orð sin úr Vér öreigar enda taldi hann að rím og stuðlar væru ok íslenskra skálda og aflétting þeirra væri táknræn fyrir frelsi hinnar íslensku þjóðar undan aldalangri kúgun og þjáningu. 5 Loks opnaðist veröldin mikla og huldan steig frjáls út úr dalnum — og þá sökk hennar rím eins og steinn með okinu niður í hafið. (Ljóðasafn VII, bls. 30) Svo segir Eysteinn Þorvaldsson í ritgerð sinni Könnun Sjödœgru í 17. hefti Mímis: 5 Jóhannes úr Kötlum. 4. bindi ljóðasafns, bls. 133. 6 Óskar Halldórsson, „... hvernig skal þá Ijóð kveða?" T.M.M.2. 1975, bls. 129-130. 7 Sama og 6, bls. 130. 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.