Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 19

Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 19
[...] mikill vexti og sterkur að afli, dökklitaður og ekki mjög fríður og líkur móður sinni að skaplyndi og sköpun; kátur var hann og keskimáll og þrá- fylginn því sem hann tók upp og eigi mjög fyrir- leitinn við hvem sem hann átti. Móðir hans unni honum mikið og var hann kenndur við hana og kallaður Bögu-Bósi. Hafði hann og margar tiltekjur til þess bæði í orðum og verkum að honum var þetta sannnefni.16 Kolbítar eiga athvarf hjá móður sinni og líka er algengt að þá fóstri göldrótt kerling: Busla hét kelling. Hún hafði verið frilla Þvara kalls; hún fóstraði sonu hans. Hún kunni margt í töfrum.17 Busla kemur þeim fóstbræðrum, Bósa og Herrauði, til hjálpar með fordæmingarkvæðinu Buslubæn, en galdra- og fordæmingarkvæði eru í mörgum fom- aldarsögum. Það er einkennandi fyrir kolbíta að sýna holdlegum þætti ástarlífsins meiri áhuga en hinum andlega og það gerir Bósi vissulega. Mannlýsing Herrauðs er mjög ólík lýsingu Bósa; Þau áttu einn son er Herrauður hét; hann var mikill vexti og fríður sýnum, sterkur að afli og vel að íþróttum búinn svo að fáir menn máttu við hann jafnast. Hann var vinsæll af öllum mönnum en ekki hafði hann mikið ástríki af feður sírum og olli það því að konungur átti annan son frilluborinn og unni hann honum meira.18 Höfundur vinnur töluvert með andstæðar mann- lýsingar þeirra Bósa og Herrauðs og notar riddara- legt háttemi Herrauðs til að undirstrika rustalegt lundemi Bósa. Þarna eru sennilega tengsl við bræðraminnið því að höfundur notar mannlýsingu Herrauðs til að varpa ljósi á persónu Bósa. En Bósa saga er ekki þekktust fyrir hið hefðbundna sem í henni er heldur fyrir hið sérstaka; óvenjulegar lýsingar á bólfimi sögu- hetjunnar og þeirra kvenna sem henni tekst að liggja- Sögusvið Möttuls sögu er einnig hefðbundið fyrir riddarasögur; hún gerist við hirð Artúrs konungs. Skáldið lýsir íburð og glæsileik riddara- lífsins, vopnaburði, drengskap og kurteisi, en ntegináherslan er á ástir riddara og hefðarkvenna: Artús konungur var hinn frægasti höfðingi að hvers konar frækleik og alls konar drengskap og kurteisi með fullkomnu huggæði og vinsælasta mildleik, svo að fullkomlega varð eigi frægari og vinsælli höfðingi um hans daga í heiminum. Var hann hinn vaskasti að vopnum, hinn mildasti að gjöfum, blíðasti í orðum, hagráðasti í ráðagerðum, hinn góðgjamasti í miskunnsemd, hinn siðugasti í góðum meðferðum, hinn tígulegasti í öllum konunglegum stjórnum, guð- hræddur í verkum, mjúklyndur góðum, harður illum, miskunnsamur þurftugum, beinisamur bjóðöndum, svo fullkominn í öllum höfðingskap, að engi illgimd né öfund var með honum og engi kunni að telja lofsfullri tungu virðulegan göfugleik og sæmd ríkis hans.19 Þýðandinn leitast við að bæta upp það sem fer for- görðum þegar bundnu máli er snúið í óbundið með ýmiskonar tildri og flúri, hliðstæðum og stuðlum. Málið er þrungið gildishlöðnum lýsingarorðum, ósjaldan í efstastigi. Með stílnuin nær þýðandinn fram þokka og mýkt sem tjáir ljóðrænu sem finnst vart í íslenskum fornstíl.20 Flestar riddarasögur sýna hallir sem konungar, jarlar og riddarar búa í og líka er algengt að í sögunum séu álfkonur, risar eða galdramenn sem eru ýmist fjendur eða vinir hetjanna. I Möttuls sögu kemur sveinn einn með möttulinn til hirðarinnar með þessum orðum: Þenna gerði ein álfkona með svo mörgum og ótrúanlegum hagleik, að öllum þeim fjölda, er þar voru saman komnir, hagra manna og hygginna, fannst engi sá, er skynja kunni, með hverjum hætti klæðið var gert. [...] En álfkonan hafði ofið þann galdur á möttlinum, að hver sú mær, sem spillzt hafði af unnasta sínum, þá mundi möttullinn þegar sýna glæp hennar, er hún klæddist honum, svo að hann mundi henni vera of síður eða of stuttur, með svo ferlegum hætti, að þannig mundi hann styttast, að hann birti, með hverjum hætti hver hefði syndgazt.21 Flestar sögur sem gerast við hirð Artúrs konungs segja frá köppum Artúrs fremur en honum sjálfum og er Möttuls saga þar engin undantekning. En hirðleg ást felst ekki í harmþrungnum örlögum hæverskra elskenda í þessari sögu einsog í flestum riddarasögum heldur virðist sagan gera grín að hefðinni. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.