Mímir - 01.06.1997, Síða 23

Mímir - 01.06.1997, Síða 23
Líktog bóndadóttirin sem Bósi lá í fyrra skiptið tekur þessi berlega á móti daðri Bósa. Hún stígur í vænginn við hann og hefur gaman af öllu saman. Bóndadóttur þykir leikurinn svo skemmtilegur að hún kemur ekki upp orði og undir það síðasta hefur hún tekið við stjórninni. Er ýmist ofan á Bósa eða undir honum. Þá tók mærin yfir sig möttulinn fyrir öllum fjölda lendra manna og margra annarra höfðingja. Og varð henni möttullinn svo stuttur að baki, að varla tók í knésbætur henni, en fyrir á henni tók hann eigi á kné. Þá spottuðu lendir menn hana og mæltu: „Mjög á Kæi ræðismaður að fagna þinni ást og margan riddaraskap að fremja fyrir þína skyld, því að nú er trúleikur þinn sýndur, svo að allir megum vér vita, að engi mun finnast þinn maki í Englakonungs ríki.“ Og er Kæi sá, hversu unnasta hans hafði fallið, þá vildi hann helfur, að aldri hefði hún þar komið, en þvílíka skömm og svívirðing fengið. Þá mælti Ideus við Kæi ræðismann: „Vel er nú,“ segir hann, „að henni snúist spott og svívirðing til sjálfs þíns, er þú spottar hvern mann. Eða hvað segir þú? Fer eigi vel möttullinn um hana unnustu þína, er þú lofaðir svo mjög að tryggleik?“ Mærin angraðist mjög, er hún fékk eigi varið sig fyrir orðum þeirra, því að öll hirðin hafði séð, hversu henni hafði möttullinn farið. [...] En unnasta hans kastaði þá möttlinum og gekk til sætis með skömm og svívirðing?2 Þegar upp kemst um ósiðsamlegar athafnir unnustu Kæis ræðismanns er hann lítilsvirtur. Unnustur riddaranna eru einskonar stöðutákn þeirra, brjóti þær af sér siðferðilega er að riddurunum vegið. Astin endurspeglar þjóðfélagsstétt, konumar eru eign riddaranna og stöðutákn, fulltrúar ástarinnar en ekki eiginlegar persónur. Bögu-Bósi leit hýrlega til bóndadóttur en hún var mjög tileygð til hans á móti. [..] Bósi kom til sængur bóndadóttur. Hún spyr hvað hann vill, hann bað hana hólka stúfa sinn. Hún spyr hvar hólkurinn væri. Hann spurði hvort hún hefði öngvan. Hún sagðist öngvan hafa þann sem honum væri hæfilegur. ‘Eg get rýmt hann þó að þröngur sé,’ sagði hann. ‘Hvar er stúfinn þinn?’ sagði hún, ‘eg get nærri hvað eg má ætla hólkborunni minni.’[...] Hún brá við hart og mælti: ‘Þú hleyptir inn sponsinu um augað, kallmaður!’ kvað hún ‘Eg skal ná því úr aftur,’ segir hann, ‘eður hversu varð þér við?’ ‘Svo dátt sem eg hefði drukkið ferskan mjöðj kvað hún, ‘og haf þú sem vakrast í auganu þvegilinn,’ sagði hún. Hann sparir nú ekki af þar til að hana velgdi alla svo að henni lá við að klígja og bað hann þá að hætta. Þau tóku nú hvíld og spyr hún nú hvað manna hann væri,33 Bóndadóttir lætur ólíkindalega vegna ágengni Bósa svo hann býðst til þess að draga sig í hlé. Þegar hana fer að ‘klígja’ við leiknum taka þau sér hvíld. Og er þær höfðu allar skilið aðfullu, með hverri list möttuilinn var ofinn og með hverjum krafti álfkonan hafði dregið lauf möttulsins og saumað, þá fannst engi í öllum þeim mikla fjölda, að eigi vildi gjarna heldur með sæmd hafa heima setið en þar komið, því að þar fannst engi í öllum þeim fjölda og múg, sú er þyrði möttulinn yfir sig að leggja eða sig honum að klæða né í höndum að hafa eða nær koma,34 Þegar jungfrúmar skilja mátt möttulsins þorir engin þeirra að klæðast honum af ótta við smán og niðurlægingu. í riddarasögum eru tilfinningar lof- sungnar einsog hetjudáðir áður. Astin sem í þeim birtist brýtur samt ætíð í bága við lög samfélagsins, ungur maður elskar konu sem er gift öðrum. Það er einkenni fornaldarsagna að ástin er ávallt leyfileg innan samfélagsins. Konur mega sofa hjá körlum og þær gera það þegar þær hafa löngun til. Yfirleitt er þó lítið um tilfinningamál í fomaldarsögum. Kvenpersónur tjá sig af og til en reglan er sú að karlar frétti af konum í fjarska og fái þær síðan í verðlaun í lokin. I Bósa sögu er kynlífið leikur einn, leyfilegur konum og körlum, og hlutverk eiginmannsins þekkist ekki í sögunni. Bændadætumar eru jafn- skemmtilegar og Bósi sjálfur, þær em hjálparmenn Bósa og í sögunni finnst engin niðrun í garð kvenna. í Möttuls sögu eru unnustur riddaranna hluti af ímynd þeirra. Tryggð þeirra er sannreynd til að sýna fram á mannkosti riddaranna, ekki kvennanna sjálfra. Jungfrúrnar eru hæddar og spottaðar og þær blikna af skömm yfir gjörðum sínum. Hefðin spottar hefðina A miðöldum var í Frakklandi vinsæl bókmennta- grein sem nefnd er fabliau (et.). Fabliaux (flt.) eru 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.