Mímir - 01.06.1997, Síða 35

Mímir - 01.06.1997, Síða 35
Og: Þú [guð] gafst mér of viðkvæmt hjarta. (Þróttleysi) (2) Eg er svo ógnar- auðnulaus og á svo bágt. Mig gleypir bráðum gröfin köld. (Mamma) (3) Kaldur er vetrarklakinn kuldann og tómið ég þekki. (Örbirgð) í þessum dæmum sjáum við að skáldið notar vetur og kulda til að sýna vonleysi og tómleika. Eins og flestir vita hefur Stefán vissulega fengið að kynnast hvoru tveggja vel gegnum heilsuleysi sitt. Kuldi og vetur hefur löngum verið notaður sem dauða- eða feigðartákn í kveðskap heimsins, ekki síst hérlendis, enda á það ákaflega vel við í landi þar sem veðrið og árstíðimar hafa um aldir stjórn- að því að miklu leyti hvort og hversu lengi fólk hefur lifað. Það fer lítið fyrir hugmyndunt 19. aldar skáldanna um að frostið herði og stæli fólk í þess- um línum Stefáns27 og ennþá síður ber á karl- mennsku í anda Hannesar Hafsteins, því að ekki er nóg með að skáldið eigi svona bágt, heldur grætur það hvað eftir annað bókina á enda. Eftir á að hyggja er það þó ekki síður karlmannlegt að þora að setja fram þessar línur, en að elska storminn. I vonleysinu er oftast dimmt kvöld, eða þá að það haustar að, og þetta kallast svo á við sólina, vorið og dagrenninguna. Þegar heilsan er góð og kona í seilingarfjarlægð er sólin hátt á lofti, en þegar skáldið leggst sjúkt kemur haustblær á líf þess og það húmar að kvöldi. Hin skörpu skil í kveðskap Stefáns eru auðskiljanleg með þetta í huga, því barátta við banvæna sjúkdóma verður yfirleitt til þess að menn þrá lífið af öllum mætti, þó stundum sé útlitið kolbikasvart. Stefán hafði vissulega efni á að vera svartsýnn 27 Sjá til dæmis ísland eftir Bjarna Thorarensen ofl. Hugmyndafræði þessi er oftast kölluð “loftslagskenningin” og er kennd við Frakkann Montesque. á framtíðina í veikindum sínum, enda lifði hann ekki lengi, þó það hafi verið lengri tími en flestir bjuggust við. I myrkrinu átti hann þó alltaf eitthvað að grípa til, sem kannski hefur bjargað honum frá örlögum Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds og fleiri mætra manna sem týndu lífsneistanum. Þetta eitt- hvað var trúin. Trúin á sjálfan sig, lífið og ekki síst á guð. Hinar fleygu ljóðlínur þjóðskáldsins Mattíasar Jochumssonar „Guð, minn Guð, ég hrópa, / gegnum myrkrið svarta” eiga á færri stöðum betur heima en á vörum Stefáns frá Hvíta- dal, þar sem hann lagðist á sjúkrasæng, berkla- veikur og vondaufur, hvað eftir annað á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar28. I kvæðinu Orbirgð sem áður var lauslega getið, hljóðar lokaerindið svona: Ég er svo þreyttur og þollaus, af þreytu er gráturinn sprottinn. Gefðu mér gleðina aftur, gleymdu mér ekki, drottinn! Vissulega er þetta örvæntingarfullt neyðaróp vonlítils manns, beint ákall til drottins. A þennan hátt, með beinu ákalli, hefur einsemd og vonleysi verið sýnd í bókmenntum lengi og nærtækast er að minna á örvæntingaróp Krists á krossinum. Sama virðist uppi á teningnum í næsta kvæði bókarinnar, sem nefnist Aðfangadagskvöld jóla 1912 þar sem m.a. getur að líta eftirfarandi línur: Ég er smærri en smár leita þjáður þín. Lífsins herra hár, græddu meinin mín. Þótt þetta virðist einungis tilbrigði við sama stef og hér að ofan er skáldið bænheyrt með fögnuði jólaboðskaparins og eygir aftur gleðina. Kvæðið sjáft er að margra mati eitt hið glæsi- legasta listaverk sem til er á íslenskri tungu, enda má næstum heyra jólaklukkur hringja þegar kvæð- ið er flutt af góðum lesara. Lesandanum er síðan kippt snarlega aftur niður á jörðina með kvæðinu Nú líður: 28 Eftir Stefáni sjálfum er haft að hann hafi ekki lesið önnur íslensk skáld en Matthías, meðan á Noregsdvöl hans stóð, en þar dvaldi hann m.a. tæpt ár á heilsuhæli vegna berkla. 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.