Mímir - 01.06.1997, Page 38

Mímir - 01.06.1997, Page 38
Ljódasamkeppni Mímis í vetur gekkst Mímir fyrir Ijóðasamkeppni í sam- vinnu við Mál og menningu. Þrír valinkunnir menningarfrömuðir, þeir Sveinn Skorri Höskulds- son, prófessor í íslenskum bókmenntum, Sveinn Yngvi Egilsson, bókmenntafræðingur og skáld, og loks Andri Snær Magnason, skáld og B.A. í íslensku, voru fengnir (þvingaðir) til að dæma keppnina. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum, því alls barst á fimmta tug ljóða, svo dómnefndin hafði úr nógu að moða. Verðlaunin voru ekki af verri endanum; freist- andi, glæsilegar, innbundnar bækur frá Máli og menningu, fyrir þrjú efstu sætin, afhent af Halldóri Guðmundssyni útgáfustjóra forlagsins. Urslit voru kunngerð í aprfl, í veglegri kynnis- ferð fyrir íslensku- og sagnfræðinema hjá Máli og menningu. Það var Andri Snær Magnason, for- maður dómnefndar, sem tilkynnti úrslitin og voru þau sem hér segir: 1. Verðlaun; Islenska bókmenntasögu I-III, hlaut Öm Úlfar Sævarsson fyrir ljóðið Margt býr í djúpinu, sem síðan var birt í Tímariti Máls og menningar, 2 :1997. 2. Verðlaun, Ritsafn Jónasar Hallgrímssonar, féllu í skaut Bergsveins Birgissonar fyrir Leysingu. 3. Verðlaun, Islandsförin e. Guðmund Andra Thorsson, komu í hlut Hafþórs Ragnarssonar fyrir ljóðið Sjálfræði. Hér á eftir fara verðlaunaljóðin þrjú. Mímir vill að lokum þakka Máli og menningu, dómurum og þátttakendum kærlega fyrir samstarfið. Margt býr í djúpinu Ég ætlaði að staldra við um stund og spegla mig í augum þínum, bláköldu lygnu fjallavatni. En þó dróst mig á langinn. Þegar við héldum saman magnaðan tómleika komst ég að því að fjallavötn ljúga alveg eins og önnur vötn, blákalt. Og þar á nykurinn heima. 36

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.