Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 38

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 38
Ljódasamkeppni Mímis í vetur gekkst Mímir fyrir Ijóðasamkeppni í sam- vinnu við Mál og menningu. Þrír valinkunnir menningarfrömuðir, þeir Sveinn Skorri Höskulds- son, prófessor í íslenskum bókmenntum, Sveinn Yngvi Egilsson, bókmenntafræðingur og skáld, og loks Andri Snær Magnason, skáld og B.A. í íslensku, voru fengnir (þvingaðir) til að dæma keppnina. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum, því alls barst á fimmta tug ljóða, svo dómnefndin hafði úr nógu að moða. Verðlaunin voru ekki af verri endanum; freist- andi, glæsilegar, innbundnar bækur frá Máli og menningu, fyrir þrjú efstu sætin, afhent af Halldóri Guðmundssyni útgáfustjóra forlagsins. Urslit voru kunngerð í aprfl, í veglegri kynnis- ferð fyrir íslensku- og sagnfræðinema hjá Máli og menningu. Það var Andri Snær Magnason, for- maður dómnefndar, sem tilkynnti úrslitin og voru þau sem hér segir: 1. Verðlaun; Islenska bókmenntasögu I-III, hlaut Öm Úlfar Sævarsson fyrir ljóðið Margt býr í djúpinu, sem síðan var birt í Tímariti Máls og menningar, 2 :1997. 2. Verðlaun, Ritsafn Jónasar Hallgrímssonar, féllu í skaut Bergsveins Birgissonar fyrir Leysingu. 3. Verðlaun, Islandsförin e. Guðmund Andra Thorsson, komu í hlut Hafþórs Ragnarssonar fyrir ljóðið Sjálfræði. Hér á eftir fara verðlaunaljóðin þrjú. Mímir vill að lokum þakka Máli og menningu, dómurum og þátttakendum kærlega fyrir samstarfið. Margt býr í djúpinu Ég ætlaði að staldra við um stund og spegla mig í augum þínum, bláköldu lygnu fjallavatni. En þó dróst mig á langinn. Þegar við héldum saman magnaðan tómleika komst ég að því að fjallavötn ljúga alveg eins og önnur vötn, blákalt. Og þar á nykurinn heima. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.