Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 55
honum á að í Katrínardrápu Kálfs Hallssonar, sem
talin er samin um 1400, sé atriði sem hægt væri að
skoða sem vísbendingu um d-framburð. Sá hluti
vísunnar sem skiptir máli er svona:
hylme ec firi hneitis palmum
hordome sem stuld ok morde
Eins og sjá má er rímað saman hordome og
morde í aðalhendingu. Það er brot á bragreglum,
nema því aðeins að rd í báðum orðum sé borið
fram á sama hátt, þ.e. að d-framburðurinn sé
kominn til sögunnar. Að vísu er hugsanlegt, þótt
ólíklegt sé, að rd í hordome hafi verið borið fram
sem rð, sem væri þá svipað og með skírðags-
helgarnar sem nefnt var að framan. Það myndi að
vísu líka benda til tilvistar d-framburðarins. Það er
þó að sjálfsögðu varasamt að draga of miklar
ályktanir út frá einu dæmi, en eins og Ásgeir
bendir á er lítið vitað um Kálf Hallsson og uppruna
hans.
5.23
Um einstakar orðmyndir er ekki mikið meira að
segja. Orðið tordýfill er nafn á skordýri sem var í
fomu máli torðyfill. Það er samansett úr torð- sem
merkir ,saur‘ og yfill sem leitt er af sögninni ,að
vefa‘. Enginn vafi leikur á að fyrri liðurinn endaði
á ð.
Elsta dæmið um þetta orð er í Droplaugarsona
sögu en hún er í Möðruvallahók sem var skrifuð á
árabilinu 1316-1350. í handritinu er greint á milli d
og ð og tordýfill er skrifað með ð, þ.e. torðyfill.
Næsta dæmi um orðið er í Heiðreks sögu og kemur
orðið fyrir í þeim hluta sögunnar sem kallaður er
Heiðreksgátur. Sá kafli sögunnar sem orðið kemur
fyrir í er týndur aftan af Hauksbók, sem geymir
meirihluta hennar, og er bara til í uppskriftum frá
17. öld. Þar er orðið skrifað torfdýfill en tilvist/á
milli r og d telur Ásgeir sanna að orðið var borið
fram með d. Að vísu er handritið ekki skrifað beint
eftir Hauksbókartextanum heldur eru einhverjir
milliliðir. Þess vegna er ekki öruggt að d hafi verið
í orðinu í Hauksbók.
Orðið hefur því breyst úr torðyfill í tordýfill
einhvem tíma á árabilinu 1350 til 1600 en Ásgeir
heldur að það hafi verið fremur fyrr en síðar á
þeim tíma, því breytingin sé mjög trúlega vegna d-
framburðarins. Hér virðist mér að vísu sem Ásgeir
sé kominn í hring í röksemdafærslunni. Ef breyt-
ingin torðyfill > tordýfill á að sýna aldur d-
framburðar er ekki hægt að segja að breytingin hafi
gerst snemma vegna þess að d-framburður sé svo
gamall.
Ásgeir heldur áfram og bendir á að á Suður-
landi sé til orðmyndin tortýfill sem hann heldur
fram að sé ekki tilviljunarkennd afbökun. Rök hans
byggjast á hliðstæðu dæmi. Breytingin If, rf > Ib,
rb kemur til sögunnar á 14. öld og var aldauð um
mestallt land um 1800. í Orðabók Björns Halldórs-
sonar koma fyrir orðin gilbrur og gilprur með
sömu merkingu. Upphaflega var samt / í stofn-
inum, gilfróttur kemur t.d. fyrir í orðabók Jóns úr
Grunnavík. Ásgeir heldur svo fram þeirri hugmynd
að þegar Ib, rb framburður var að víkja aftur fyrir
// rf framburði hafi Ib, rb geymst í nokkrum
sjaldgæfum orðum. I sjaldgæfu orðunum var !b, rb
svo breytt í Ip, rp því hljóðaraðimar Ib, rb til-
heyrðu ekki lengur hinu almenna hljóðkerfi mál-
sins, en Ip, rp gerðu það hins vegar. Ásgeir bendir
á að svipað gæti hafa gerst með orðið tortýfill.
Ásgeir lýkur svo röksemdafærslu sinni með því
að benda á tvö orð sem gætu verið til komin á
sama hátt. Þó viðurkennir hann að þessi dæmi séu
ákaflega varasöm og þeim sé lítið að treysta, hann
nefni þau frekar til útskýringar en að þau séu
örugg.
6.0 Niðurstöður
Að öllu þessu sögðu er ekki annað hægt en að segja
að líklegt sé að Ásgeir hafi haft rétt fyrir sér. D-
framburður þekkist víða á landinu og ekki er hægt að
sjá nein tengsl milli svæðanna. Þótt varðveisla sé
misgóð og tíðni einkennisins mismikil, er erfitt að
gera ráð fyrir að það hafi breiðst út frá einum
einangruðum stað til annarra einangraðra staða. Besta
skýringin er þess vegna sú að þau hafi öll verið áður
hluti af víðáttumiklu útbreiðslusvæði. Það virðist þó
vera erfitt að segja til um hvar d-framburður hafi fyrst
látið á sér kræla.
Aldur d-framburðarins er líka erfitt að segja
nokkuð um svo áreiðanlegt sé. Þó má telja líklegast að
hann hafi komið upp um aldamótin 1400, ef marka
má rök Ásgeirs og Halldórs Armanns um hliðstæður
við sambærilegar breytingar í málinu á þeim tíma.
Dæmi sem Ásgeir tekur urn rím og orðmyndir sem
rök fýrir háum aldri d-framburðar væru ekki
veigamikil ein og sér en þegar þau benda í sömu átt
og annað er ágætt að hafa þau með.
53