Mímir - 01.06.1997, Síða 65

Mímir - 01.06.1997, Síða 65
Ingimar Karl Helgason Um afeyringa Ok er þessum málum var lokit, þá kómu þar þeir afeyringar á þingit ok segja þessa tíðendi at Qllum áheyr<jndum sem ggrzk hgfðu í ferð þeirra (Háv.: 354, skáletrun mín). í Hávarðar sögu segir frá því er hluti óvildar- manna þeirra Hávarðar og Atla í Otradal koma til þings hárlausir og eymalausir eftir viður- eignina við þá félaga: Um þennan kafla segir Halldór Guðmundsson í grein í Skáldskaparmálum I: Það er erfitt að ímynda sér að höfundur sem finnur upp orðið afeyringar hafi ekki verið meðvitaður um skemmtigildi verks síns (1990:70, skáletrun mín). Og segir síðan máli sínu til stuðnings: Samkvæmt orðstöðulykli Örnólfs Thorssonar og Eiríks Rögnvaldssonar yfir texta íslendingasagna er orðið hvergi annarsstaðar að finna (1990: 72, 13 aftanmáls). Það má vel ætla að um skop sé að ræða á þessum stað í sögunni, enda er það líklega að finna víða í henni, t.d. lýsingin á Atla í Otradal eins og Halldór bendir reyndar á (1990: 69). Þó er ekki víst að skopið sé með þeim hætti sem Halldór hugsar sér. Eins og áður segir finnst orðið bara á þessum eina stað í Islendingasögum. Mætti því halda að höfundur sögunnar hafi búið orðið til og sett það inn í sögu sína í skemmtiskyni. Þó er málið ekki alveg svo einfalt. Ekki þarf að leita lengra en til orðabókar Fritzners (A-Hj. 1886: 11) til að finna dæmi um orðið í öðrum ritum en Hávarðar sögu. Af eldri rit- um (þ.e. ritum frá því fyrir siðskipti) kemur orðið líka fyrir á tveimur stöðum í nokkrum handritum Arna sögu biskups: „Þeir badu og ad sektalaust være þo fie være sydar ur afrett reked enn ad iiijum vikum. Þeim samde og ad þeir menn sem adur hófdu af eyringa, hafe ad frialsu." (1972: 84), „ ... umm af eyringa." (1972: 77-78).1 Arna saga er talin rituð á fyrri hluta 14. aldar (sbr. Þorleifur Hauksson. 1972: civ). Þar er orðið notað yfir fé, þ.e. afeyringur er kind með sérstakt mark, afeyrt. Því má ætla að höfundur Hávarðar sögu hafi þekkt orðið og yfirfært merkinguna á menn þá sem glötuðu eyrunum og er skopið þá nokkuð annars eðlis en Halldór gerir sér í hugarlund, þar sem ekki einungis eru eyrun tekin af, þeint til háðungar, heldur er þeim einnig líkt við sauði; þeir eru markaðir.2 Þó er enn ekki víst að málið sé svona einfalt. Elstu handrit Hávarðar sögu eru frá 17. öld. Því er ekki nokkur leið að vita hvort orðið hefur staðið í sögunni þegar hún var fyrst færð í letur (sennilega skr. á 15.- 16. öld, sjá grein mína: Um Hávarð Isfirðing, hér í blaðinu). Einnig vill svo til að sá staður í Arna sögu sem inniheldur orðið (um fé, eins og áður sagði), er eingöngu varðveittur í ungum handritum (17. öld og 1 í nýútkominni orðabók Árnanefndar í Kaupmannahöfn eru sömu dæmin gefin upp og hjá Fritzner (sjá Ordb.: 86). ^ Reyndar er að finna í Gulaþingslögum eftirfarandi grein: „En ef stelr leysingia mannz æða ambott her alen. þá skal skera af henne annat eyra. En ef hon stelr annat sinn. þa skal skera af henne annat eyra. En ef hon stelr hit þriðia sinn. þá skal skera af henne nef. þá heiter hon stuva oc nuva oc stele æ sem hon vill“ (NL: 85). Það er því að sjá sem þjófóttar ambáttir hafi verið markaðar sem sauðir, þó ekki sé orðið afeyringur notað í því sambandi. 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.