Mímir - 01.06.1997, Side 66
síðar), þar á meðal í handritinu BLAdd nr. 111273
(B,) frá 1696. (sbr. Þorleifur Hauksson. 1972: xxxi,
cxii og xxvii).
I íslenskum orðabókum eru þetta einu dæmin um
þetta orð, og eru þau venjulega árfærð til líklegs
aldurs sagnanna sem geyma þau (Ama s. fyrri hluti
14. aldar, Hávarðar saga 14-15 öld. Sbr. Ordb. þó tel
ég Hávarðar sögu ritaða síðar, sjá grein mína: Um
Hávarð...).
Þó er ekki hægt að vita fyrir víst, í ljósi þess
hversu ung handritin era, hvort orðið hefur fylgt
sögunum þegar þær voru fyrst ritaðar. I seðlasafni
Orðabókar HI er að fmna nokkur dæmi um svipuð
orð: Kvk. nafnorðið afeyring : „af offan j greindar
affeyrijngar være syllt aa baadum eyrum“ (Alþb. IV:
550 (1590)), „wmm þad affeyrijngar Mark sem Skal-
hollt hefde wmm langa tijma haíft.“ (Alþb. IV: 450
(1590)) og lýsingarorðið afeyrður : „þesse eru mórk
Stadarins a fridum peningum ... annad afEyrt hid
vinstra“ (Bps AII 14: 181r (1704)), „ad leggia a þau
venjulegt stolsenz innstædumark, sem er: afeyrt
vinstra.“ (Bps BV 4: 124r (1739)), „þesse eru Mórk
Stadarens á frydum Peningum ... annad: Afeyrt hid
vinstra“ (Bps AII 21b: 145 (1757)) og „þesse eru
Mórk Stadarens a frijdum Peningum ... Annad Afeijrt
hid vinstra.“ (Bps AII, 19 III: 158 (1752)). Einnig
kemur fyrir í orðabók Bjöms Halldórssonar í Sauð-
lauksdal (1724-1794) lýsingarorðið afeyrdr (1992:
32), einnig um fé.
I öllum dæmunum um þessi orð átt við fjánnark.
Eins og sjá má eru elstu dæmin frá lokum 16. aldar.4
Um síðustu aldamót er notkun þessarra orða um
fjármörk orðin mjög sjaldgæf enda markið kallað
þjófamark (sjá Bún. 1913: 111 og Bún. 1918: 106,
einnig Jónas Jónsson. 1945: 173, sbr. einnig Magnús
Már Lárusson. 1958: 554-55).5
3 Brithish Library Additional manuscripts.
4 Rétt er að taka fram að í Ordb. er alstýfingr gefið upp sem samheiti
orðsins afeyringr. Alstýfingr kemur fyrir á nokkrum stöðum í tveimur
handritum Grágásar, GKS 1157 fol. skr. um 1250 (útg. Vilhjálmur
Finsen. 1852. Grágás: Elzta lögbók íslendinga ... eptir skinnbókinni í
bókasafni konungs 1-2. Kbh) og AM 334 fol. skr. um 1265 (útg.
Vilhjálmur Finsen. 1879. Grágás efter det Arnamagnæanske Haandskrift
Nr. 334 fol., Staöarhólsbók II. Kbh). Ekkert dæmi finnst síðan um orðið
fyrr en 1780 hjá Birni Halldórssyni (Atli edr Raadagagiordir
Yngismanns um Bwnad sinn helst um Jardar- og og Qvikfiaar-Rækt
Atferd og Agooda med Andsvari gamals Bónda) og svo loks er orðið að
finna í Orðabók Sigfúsar Blöndals (1980: 32 (A-L) og Tavle III. (M-Ö).
Af orðabók Blöndals er að merkja sem alstýft eða alstýfingur séu
sjaldséð orð yfir það sem venjulega er kallað stýft (e.k. sekundær orð).
Þegar handritageymdin er höfð til hliðsjónar og
einnig að eftir siðskipti eru mun fleiri dæmi um
svipuð orð, má vera að tilefni sé til að véfengja
háan aldur þeirra. Þó verður e.t.v. annað uppi á
teningnum þegar farið er betur ofan í saumana á
lesháttum handrita.
Ama saga er varðveitt í nokkuð mörgum
handritum. I þeim tveimur elstu (220 og R) eru
einungis varðveitt tvö blöð af sögunni í hvoru um
sig. Þorleifur Hauksson telur að önnur handrit sem
varðveitt eru séu öll runnin frá R. Þau handrit
skiptast í þrjá flokka: J, Ú og *B, afskrift Bjarnar á
Skarðsá sem nú er glötuð (sbr. xviii).
Af Ú flokknum er einungis varðveitt eitt
handrit sem hefur að geyma þriðjung sögunnar og
vantar í það þann stað sem hér um ræðir. Þá eru
eftir tveir flokkar, J og *B. Þorleifur Hauksson
telur handritið B, (BLAdd 11127) vera besta
fulltrúa *B og prentar það sem aðaltexta þar sem R
sleppir (sbr. xxxi).
I B, standa þeir leshættir sem áður var greint
frá, þ.e. greinar um afeyringa. Þessum
málsgreinum er aftur á móti sleppt í J. Mætti ef til
vill af því ráða, þar sem þessar greinar eru hvergi
varðveittar nema í *B, að þær séu ekki
upprunalegar. En þá verður að spyrja: Hvaða
ástæðu hefði Björn á Skarðsá fyrir því að bæta
heilum efnisgreinum inn í samþykktir frá 13. öld?
Svarið hlýtur að vera að það muni teljast ólíklegt
að svo hafi verið. Líklegra væri að skrifari J hefði
sleppt þeim úr, e.t.v. vegna þess að hann taldi þær
ekki skipta máli. Það verður því að teljast líklegast
að þessir leshættir séu upprunalegir í Arna sögu
biskups.
Eins og áður sagði eru handrit Hávarðar sögu
öll í yngri kantinum svo að þar verður líka að fara
með gát og spyrja: Er þetta orð upprunalegt í
sögunni?
í vísindalegri útgáfu sem Bjöm Karel sá um
(HávBKÞ) segir hann í inngangi, að handritum
sögunnar megi skipta í tvo flokka, Y- og Z-flokk.
Til grundvallar útgáfu sinrii notar hann besta
fulltrúa Y-flokksins AM 160 fol., skrifað af Jóni
Erlendssyni í Villingaholti, en tekur lesbrigði úr
Má af því ráða - og fæð dæma - að orðin hafi ekki verið algeng í
venjulegu máli svo seint sem eftir siðskipti, þó þau hafi vissulega verið
til.
^ Sbr. þessi ummæli: „í einstöku markaskrá hefur sjezt og mun enn sjást
„afeyrt“ (Bún. 1896: 40)
64