Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 76

Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 76
í þennan lokakafla fyrirlestursins finnst mér vanta einhvers konar niðurstöðu um skáldskapinn, fyrirlestrinum lýkur bara að manni finnst upp úr þurru með þeim orðum að Hannes Hafstein beri á borð fullyrðingar sem búið sé að jarðsyngja og „sigli með lfk í lestinni.”33 Þórir Oskarsson dregur saman þennan fyrirlestur á þennan hátt: „Vöm Gröndals fyrir rómantíkina felst þannig í því að benda á sameiningarhæfileika hennar, hún hefur í senn brot af óendanleikalöngun ídealismans og brot af veruleikanum, er viðleitni til að fegra og fullkomna heiminn. Eins og Hegel sem taldi að rómantísk list væri eining táknrænnar og klassísk- rar listar, reynir Gröndal að bræða saman and- stæðar list- og hugmyndastefnur. Hér eins og svo víða leitast hann við að skoða hlutina út frá tveim sjónarhomum, en benda jafnframt á einingu allra hluta. Það er vissulega í anda rómantíkur-innar.”34 Eg get sjálfur tekið undir þessi orð Oskars um vöm Gröndals, hann reynir að einhverju leyti að spyrða stefnumar saman, þó rómantíkin sé alltaf ofan á. Það er og verður álitamál hvaða áhrif þessir fyrirlestrar höfðu á bókmenntir 19. aldar, að öllum líkindum ekki mikil umfram skemmtigildið, sem er töluvert. Fyrirlestramir eru samt ómetanleg heimild um afstöðu þessara manna og hafa mikið gildi þegar maður vill kynna sér hugmyndir um af- stöðu til yrkisefnis og vals á því, við túlkun á bók- menntum þessa tíma og skoðun tíðarandans. Þama endurspeglast sú breyting sem er að verða á skynjun manna og skilningi á listinni, þarna eru að verða til hugmyndir sem sumir vilja kalla nútíma- legar og ráða enn í dag miklu í allri list. Heimir Pálsson segir þessi skoðanaskipti hafa verið mjög til fyrirmyndar í bókmenntaumræðu og undir það má taka að einhverju leyti. Væntanlega þætti það ekki til fyrirmyndar ef bókmenntaumræða dagsins í dag væri á jafn persónulegum nótum, með til- heyrandi aðdróttunum og þess háttar. Um þær hugmyndir Benedikts Gröndals sem koma fram í þessari umræðu er margt gott hægt að segja, hann setur sínar skoðanir skýrt fram, og þó hann sé stundum með eilítinn útúrsnúning er ljóst að hann hefur ekki skipt um skoðun frá 1853, þrátt fyrir að nýjar hugmyndir hafi kveðið sér hljóðs, en í staðinn dýpkað þær gömlu svo að þær standist 33Sbr. sögu Einars H. Kvaran „Anderson”. 34Þórir Óskarsson 1987, bis 146. betur árásir. Mér finnst líklegt að það hafi mikið að segja um andstöðu Gröndals hvemig er ástatt fyrir honum í einkalífinu þegar realisminn kveður sér hljóðs. Benedikt var nógu hrifnæmur og leitandi til þess, að hann hefði getað tekið boðskapnum með eilítið opnari huga, en bæði var hann þrjóskur og íhaldssamur og þar að auki kominn yfir miðjan aldur þegar þama var komið sögu. Það er nefnilega engin tilviljun að sagt er að gömlum hundi verði ekki kennt að sitja. Svo virðist vera að það sem menn innbyrða fram að þrítugu hafi ansi afgerandi áhrif á allar þeirra gerðir þar á eftir og þær skoðan- ir og viðmið sem menn temji sér á þeim tíma fylgi þeim ævina á enda. Maðurinn er nefnilega íhalds- samur í eðli sínu og það má segja Benedikt Grön- dal til hróss að hann las í það minnsta verk sér yngri manna og braut um þau heilann, en það eru ekki allir færir um það. Sem mark um þetta vísa ég í nýlegt glanstímaritsviðtal við rithöfundinn Indriða G. Þorsteinsson, þar sem hann er að kvarta yfir því að yngri kynslóðin lesi ekki nóg af sínum verkum. Aðspurður um hvað hann lesi af verkum yngri höfunda, stuttu seinna í viðtalinu, segir hann „Ekkert” og bætir við að hann ætli ekki að gera það. Um listarhugmyndir Benedikts Gröndals má segja, út frá því sem hér hefur verið dregið saman, að hann fylgir þeim hugmyndaheimi sem hann fæðist inn í, með alla þessa áhrifavalda á hann ekki annarra kosta völ. Heimildir Arni Sigurjónson. 1995. Bókmenntakenningar síðari alda. Reykjavík. Benedikt Gröndal. 1950. Ritsafn, 3.bindi. Gils Guðmundsson sá um útgáfuna. Reykjavík. Benedikt Gröndal. 1981, 1982. Rit I og II. Gils Guðmundsson sá um útgáfuna. Hafnarfirði. Benedikt Gröndal. 1965. Dægradvöl. Ingvar Stefánsson sá um útgáfuna. Reykjavík. Benedikt Gröndal. 1965. „Bréf til Skúla Thoroddsens”. TMM. 26:2, Reykjavík. Halldór Laxness. 1986. Af menningarástandi. Reykjavík. Heimir Pálsson. 1990. Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum frá 1550. Fjórða útgáfa. Reykjavík. Kristinn E. Andrésson. 1973. Ný augu. Tímar Fjölnismanna. Reykjavík. 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.