Bergmál - 01.09.1951, Side 21
1951 ------------------------------
stað heim til sín. Þær fóru í gegnum
gatið á stóru limgirðingunni, og yfir
engið með heyinu á, yfir brúna, sem
lá yfir ána, yfir plægða akurinn, gegn-
um litlu limgirðinguna og svo heim til
sín.
Morguninn eftir vaknaði Jón bóndi
eldsnemma, svo að honum datt í hug
að bregða sér út á akurinn og sjá
hvernig kálhausunum hans liði. Þegar
hann kom út á akurinn, sá hann ekki
einn einasta kálhaus, og ég skal segja
þér nokkuð skrítið: Hann veit ekki
enn þann dag í dag, hvað varð af kál-
hausunum hans. En við gætum auð-
vitað sagt honum það, því að við vit-
um það, ekki satt?
Þetta var nú ágæt saga, sérð þú
nokkuð einkennilegt við hana?
Athugaðu söguna vel, og ef þú sérð
ekkert athugavert við frásögnina, þá
getur þú lesið um það á bls. 52, sem
og svör við öðrum þeim heilabrotum,
sem hér eru.
Tveir hermenn sátu undir tré
nokkru og snæddu nesti sitt.
Skyndilega kom hæna þjótandi, og
var hún á flótta undan stórum hana.
Hænan þaut fram hjá hermönnun-
um. En haninn kom skyndilega auga
á brauðsneið, sem hermennirnir höfðu
kastað; hætti hann þá við að elta hæn-
una og fór að kroppa í brauðið.
Þá hrópaði annar hermaðurinn upp
yfir sig: „Heyrðu, Bill, það vildi ég að
guð gæfi, að ég yrði aldrei svona
svangur.“
--------------- B E R G M Á L
Paducha
Sönn sniásaga.
Þessi atburður gerðist á einni
af Mariana-eyjunum, þegar
stríðið stóð hvað hæst í Kyrra-
hafinu. Og það er engin hætta
á því að ameríski fótgönguliðs-
liðþjálfinn, sem sagan fjaliar
um, gleymi því nokkurn tíma,
að Japanir voru óvinir hans.
— Kvöld eitt að afloknum
grimmilegum bardögum um alla
eyjuna, gerðist þessi liðþjálfi,
ásamt tveimur öðrum hermönn-
um, sjálfboðaliði við að leita
uppi og eyðileggja japanska út-
varpssendistöð, sem vitað var,
að leyndist einhvers staðar í
frumskóginum. Þessir þrír her-
menn urðu í fyrstu samferða
inn í skógarþykknið, en skiptu
sér svo niður, héldu sína leið-
ina hver, og átti einn þeirra að
stefna beint á þann stað, sem
líklegast þótti að sendistöðin
leyndist.
Liðþjálfinn hélt nú leiðar
sinnar nokkurn tíma, klifrandi
og skríðandi undir eða yfir
runna og tré. Skyndilega stanz-
aði hann og stóð stundarkorn
sem steingervingur, er skamm-
19