Bergmál - 01.09.1951, Side 26
Bergmál ----------------------
ekki í ástralska sendiráðinu og
raunar alls ekki í landinu yfir-
leitt. Þannig hljóðaði þessi ill-
kvittnislega fréttaklausa.
Frú Carter vék ekki af heim-
ilinu í fimm daga samfleytt eftir
þetta, og það var ekki fyrr en
hún fékk bréf frá föðurbróður
sínum, að hún vogaði sér að
heimsækja systur sína.
„Hvað segir þú um þetta,
Dóris?“, sagði hún og þrýsti
bréfinu í hönd systur sinnar.
„Mér hefir verið tjáð það af
læknum, að ég eigi aðeins fáa
mánuði eftir ólifaða", las Dóris
upphátt úr bréfinu. „Þér kemur
þetta e. t. v. mjög á óvart, en
þegar faðir þinn dó, fól hann 1
mína umsjá all-mikla fjárfúlgu.
Ég átti að afhenda þér pening-
ana, þegar þú giftir þig: þetta
átti að vera brúðargjöf. í stað
þess að halda loforð mitt, brask-
aði ég með peningana í kaup-
höllinni og, eins og búast mátti
við, tapaði ég hverjum eyri.
Hamingjan hefir þó verið mér
hliðhollari síðan þetta var, og
núna á ég rúmlega hálfa miljón.
Þegar ég dey, færð þú það allt
saman ....“ Það brann fyrir
hjá Doris „Hvenær fekkstu
þetta?“ spurði hún og horfði á
---------------- September
systur sína eins og naut á ný-
virki.
„Rátt í þessu,“ sagði frú
Carter.
„Ertu alveg viss?“
„Já, hvað annað?“
„Þetta er ekki skrift Berts
föðurbróður.11 Dóris hnykkti til
höfðinu. „Svo sá ég hann líka
hérna um daginn. Hann var
hinn brattasti, og hvað viðvíkur
þessu ríkidæmi hans, þá get ég
sagt þér, ef þig langar til að
vita það, að hann fékk lánaðan
hjá mér tíkall fyrir bíl, þegar
hann fór.“
Dóris lét ekki þar við sitja,
því miður, því að hún sagði
hverjum sem hafa vildi, að hún
væri hálf-hrædd um, að veslings
Systir hennar væri að verða hálf-
skrýtin, því að nú væri hún
tekin upp á því að skrifa sjálfri
sér bréf, „og þar stendur að hún
sé í þann veginn að erfa miljón.“
Veslings grú Carter var niður-
brotin kona, þegar maðurinn
hennar kom til hennar og tjáði
henni, að hann hefði nýlega
unnið 7000 sterlingspund í
knattspyrnugetraun.
„Ætlar þú nú að fara að byrja
líka!“ stundi hún upp, og það
steinleið yfir hana.
Endir.
24