Bergmál - 01.09.1951, Side 64

Bergmál - 01.09.1951, Side 64
Bergmál ———— ------------—-------------------- September hálfan bolla af svörtu kaffi, og kuðlaði síðan munnþurrk- una saman og lagði hana hjá diski sínum. Hún reis á fætur, og er hún gekk fram til dyranna, leit Bob upp. „Ég geri ráð fyrir að ég hitti þig í kvöld, Marjorie?" „Nei, ekki í kvöld,“ sagði hún. „Ég fer út.“ „Jæja, ég geri ráð fyrir að ég fari þá út líka! Það er lítið ánægjulegt að sitja aleinn hér heima.“ Hún yppti öxlum. „Eins og þér þóknast.“ Svo fór hún út úr stofunni. Hann skyldi fara út um kvöldið, hugsaði hann með sér, reiðilega. Hann skyldi bjóða einhverjum með sér til kvöldverðar, og dansa á eftir, og skemmta sér vel. Hví skyldi það alltaf vera Marjorie aðeins, sem fór út og lenti í smáæfintýrum með strákunum? Hví skyldi það aðeins vera eiginkonan í öllum tilfellum, sem gat leyft sér að sleppa fram af sér beizlinu, en eiginmaðurinn aldrei? Þannig var það í fjölmörgum hjónaböndum, sem þau þekktu til. Frúrnar áttu óteljandi vini, og enginn tók neitt til þess, en ef eiginmaðurinn leyfði sér að líta á aðra konu, vakti það strax verstu grunsemdir. Jæja, nú var teningun- um kastað, hann skyldi sýna Marjorie í tvo heimana. En hvernig hann ætti nú að fara að því, það var honum ekki ljóst. Ekki vissi hann heldur hverri hann ætti helzt að bjóða út með sér um kvöldið. Hann þekkti enga stúlku nógu vel. Hann mundi ekki eftir einni einustu, sem ekki yrði undrandi — þó ekki væri meira sagt — ef hann hringdi til hennar og byði henni með sér til kvöldverðar og að dansa á eftir. Hann komst ekki að nokkurri niðurstöðu í þessu efni, fyrr en um leið og hann gekk inn á laekningastofuna sína, og sá Natalíu sitjandi við skrifborðið í biðstofunni. Honum fannst hvíla yfir henni einhver hressandi glað- værðarblær, sem hann hafði ekki veitt sérstaklega athygli áður. Þó hún væri venjulega föl yfirlitum, var hún nú rjóð og sælleg, og augun voru skær og fögur. 62

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.