Bergmál - 01.09.1951, Page 63
1951
-------------------------------------------- Bergmál
hvernig hann hafði komið fram við Marjorie, en hann
blygðaðist sín líka hennar vegna.
Þetta myndi lagast, er hann hefði sofið. En þó hafði
hann óljóst á tilfinningunni, að allt myndi verða eitthvað
breytt frá því sem áður var. Við dyrnar sneri hann sér að
henni og sagði:
„Þú segist hafa hringt til sjúkrahússins. Hvernig gaztu
það? Mér skildist að síminn væri í ólagi.“
„Ó-nei, ekki var það nú,“ sagði hún, „ég lét taka bjöll-
una úr sambandi, svo að hringingarnar heyrðust ekki,
meðan boðið stæði yfir. Mig langaði ekki til að hlusta á
sífelldar hringingar. — Það er svo truflandi. Hvernig átti
ég að geta skemmt mér, með símann alltaf gargandi?“
Hann tók snöggt viðbragð. Augu hans skutu gneistum.
„Léztu taka símann úr sambandi?“
Rödd hans var hás og efablandin.
„Lætur þú taka símann úr sambandi, heima hjá skurð-
/ækni, og veizt þó, að það gæti þurft að ná til mín, hvenær
sem er!“
„Það eina sem þú hugsar um,“ hún var orðin jafnæst og
áður, „eru þessir fjandans sjúklingar þínir.“
Hann svaraði ekki. Heldur gekk beint út úr herberginu
og skellti hurðinn á eftir sér. Hurðarskellurinn virtist berg-
mála um alla íbúðina. Honum fannst hann geta heyrt
skellinn, löngu eftir að hann var að fullu horfinn. Hann
var allur sem á nálum meðan hann afklæddist, og þegar
hann loks lagðist útaf, leið langur tími, áður en hann gæti
sofnað.
Marjorie grét æðislega inni í svefnherberginu. En í þetta
skipti hreyfði hann sig ekki til að hugga hana.
Fáeinum klukkustundum síðar sátu þau andspænis hvort
öðru við morgunverðarborðið, föl í andliti og þögul. Mason
gekk um beina, meðan þau snæddu steinþegjandi. Mar-
jorie fiktaði við matinn, drakk eitt glas af límonaði og
61