Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 66

Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 66
Bergmál —---------------------------------------- September áfram í fyllstu alvöru. „Það væri svo gaman að fara með yður út. Hefðuð þér ekki gaman af því?“ Hún leit undan, og varð eldrauð í andliti. „Jú, ég myndi hafa ánægju af því,“ hálf-hvíslaði hún. „En - “ Hún átti í harðri baráttu við sjálfa sig, til að halda fast við það, að samband þeirra ætti að vera eingöngu sem samstarfsmanna, en það var erfitt að standa við þá ákvörð- un, of erfitt, þegar hann stóð þannig og horfði brosandi niður á hana, og innileg rödd hans hljómaði í eyrum hennar. Hún vissi að það gæti orðið hættulegt uppátæki, að fara alein með honum út að skemmta sér, um kvöldið, en hún var ekki nógu sjálfstæð til að geta staðizt það. Hún leit upp, augun Ijómuðu af gleði, og brjóst'liennar gekk upp og niður. „Þakka yður fyrir, ég hefði sérstaka ánægju af að koma, doktor Brad.“ „Ágætt,“ hann hreifst með af gleði hennar. „Ég mun koma og sækja yður, klukkan hálfátta til átta. Við skulum gera úr þessu afbragðs afmælisveizlu." Hann brosti aftur og hélt svo áfram inn í lækningastofuna. Hann var léttari í spori, og þunglyndið rokið út í veður og vind. Það yrði gaman að fara út með Natalíu, hún var svo indæl stúlka og átti sannarlega skilið einhverja ánægju í lífinu. Það, að það skyldi vera afmælisdagur hennar, gaf hon- um ágæta afsökun, þó að þess gerðist að vísu ekki þörf. Var hann ekki einmitt búinn að ákveða að bjóða einhverri með sér út um kvöldið, til að borða og dansa? En þetta var auðvitað allt annað. Natalía var ekki bara einhver stúlka, hún var —. Hugsanir hans komust skyndi- lega í strand. En hann var svo glaður yfir þessum mála- lyktum, að hann gleymdi alveg aðaltilgangi sínum með þessu kvöldboði, að héfna sín á Marjorie. Natalía borðaði engan Aádegisverð. Hún eyddi öllum 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.