Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 61

Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 61
1951 ------------------------------------------- Bergmál var reið yfir, var það að Natalía Norris hafði sótt hann, þess vegna hafði hún gengið um gólf í svefnherberginu og beðið eftir honum. Og svo, þegar hún loks hringdi til sjúkrahússins,, var henni sagt, að hann hefði farið þaðan klukkan fjögur. Hún leit á klukkuna, nú var hún næstum sex. „Mér var sagt á sjúkrahúsinu, að þú hefðir farið þaðan klukkan fjögur,“ sagði hún. „Hvar hefur þú verið siðan?“ Hann hikaði andartak, og roðnaði svolítið. Ekki svo að skilja, að honum stæði ekki á sama, þó hún vissi hvar hann hefði verið. Það var aðeins hið óhemjulega sálar- ástand hennar, sem kom honum til að hika. En samt sem áður, hann hafði aldrei sagt henni ósatt, og hann ætlaði ekki að byrja á því nú. „Ég sat inni hjá Natalíu, dálitla stund,“ sagði hann. „Hún lagaði kakaó handa mér.“ „Svo þú fórst inn í herbergi þessarar stelpu?“ Marjorie hafði kreppt hnefana. Hún lagði sérstaka áherzlu á hvert orð. „Þú fórst með henni, upp í herbergið hennar, á þess- um tíma nætur, Bob, hver er meiningin?“ Hún var orðin hás af æsingi. Það dimmdi yfir svip hans, af skyndilegum ótta. Hann stóð á fætur. „Heyrðu, Marjorie,“ sagði hann, „ég ætla ekki að hlusta á þig gera sjálfa þig að fífli. Þú munt sjá eftir því í fyrra- málið að hafa talað þannig, og ég mun iðrast þess að hafa heyrt þig tala þannig. Hvað Natalíu snertir, þá beið hún eftir því að sjá hvernig sjúklingnum myndi reiða af. Hún hafði lagt eins mikið að sér og ég, og þarfnaðist eins mikið og ég, að fá einn bolla af kakaói í rólegheituih.“ „Og er þetta allt 'saman hluti af skyldum hennar, sem hjúkrunarkona þín?“ spurði Marjorie frekjulega. „Ja, ekki beinlínis,“ viðurkenndi hann, „en hún hafði áhuga fyrir því, hvernig þetta gengi. Hún vildi ekki fara 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.