Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 20
HEILABROT:
1. Kaupfélagsstjóri einn á Norður-
landi var á ferð í bíl ásamt nokkrum
bændum. Kom þeim þá saman um að
reyna með sér, hver gæti sagt stærsta
lygi. Kaupfélagsstjórinn sagðist skyldi
borga sigurvegaranum hundraðkall, og
stakk jafnframt upp á því, að einn
bóndinn, sem við skulum kalla Bjarna,
skyldi byrja, því að hann fékk orð
fyrir að gefa vellygna-Bjarna lítið
eftir með sögum sínum. — Bjarni sagði
þá þrjú orð, sem urðu til þess að hann
fékk verðlaunin greidd samstundis, án
frekari samkeppni. Hvað sagði Bjarni?
2. Hver er það, sem gengur að ánni
með 25 hausa, en drekkur þó aðeins
með einum hausnum?
3. Hvað er það, sem allir vilja öðl-
ast, en enginn vill* þó gefa grænan
eyri fyrir?
4. Hver er það, sem fer þversum
gegnum kirkjudyrnar?
5. Hver er það, sem aldrei gengur
um neinar dyr, án þess að beygja sig?
6. Hver er það, sem er vel tenntur,
en getur þó hvorki bitið eða tuggið?
7. Hvað er sameiginlegt með kossi
og slúðursögu?
8. Hvaða tið elskar hungraður mað-
ur mest?
9. Hvað kemur á eftir eilífðinni?
10. Hversu oft er hægt að taka eitt
eggi úr 100 eggja bunka?
11. Það var einu sinni — svona byrja
allar góðar sögur — svolítil kanína.
Hún bjó langt úti á akri, og þar var
fjöldinn allur af öðrum kanínum.
Einu sinni ákvað hún að fara alein í
gönguferð. Hún skreið út úr holunni
sinni, fór í gegnum litlu limgirðing-
una, yfir plægðan akur, og yfir brú,
sem lá yfir á, yfir engi með heyi á,
gegnum gat í stórri limgirðingu og þá
var hún allt í einu komin inn á stóran
akur þar sem allt var fullt af kálhaus-
um. Eins og þú veizt, þykir kanínum
kálhausar mesta lostæti, en þessi litla
kanína, var ekki gráðug kanína, og
ákvað því að snúa við strax og sækja
alla vini sína. Hún fór því til baka,
gegnum gatið í stóru limgirðingunni,
yfir engið með heyinu á, yfir brúna,
sem lá yfir ána, yfir plægða akurinn,
gegnum litlu limgirðinguna, og svo
inn í holuna sína. Þessi litla kanína
sagði öllum vinum sínum frá þessu,
og áður en klukkustund var liðin,
voru allar kanínurnar komnar af ;tað
út að akrinum með kálhausunum. Þær
fóru yfir plægða akurinn, og yfir
brúna, sem lá yfir ána, yfir engið með
heyinu á, gegnum gatið á stóru lim-
girðingunni og út á akurinn með kál-
hausunum. Að nokkrum tíma liðnum,
var ekki einn einasti kálhaus eftir á
akrinum, svo að kanínurnar lögðu af
18