Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 52
i
Bergmál ----------------------
hermálaráðherra og flotamála-
ráðherra. Þetta gerði hann, til
að gefa síður höggstað á sér í
kosningabaráttunni, sem var
fram undan.
Johnson varð reiður, þegar
honum var sagt þetta, og kréppti
hnefana. Bernard Baruch1) gekk
þá til hans og sagði vingjarn-
lega: „Gerðu nú ekki neitt, góði,
sem þú átt eftir að iðrast. Stilltu
þig-“
Og 25. júlí þetta ár sagði John-
son af sér stöðu aðstoðarher-
málaráðherra og fór frá Wash-
ington.
Það síðasta sem hann gerði
fyrir Roosewelt, var að fara til
Indlands í umboði forsetans
sjálfs. Sú ferð aflaði honum vin-
áttu Gandhis og Nehrus.
Það var ekki fyrr en 1948, að
Johnson kom fram á sjónársvið-
ið aftur, og þá gekk hann í lið
með Truman í kosningunum og
aflaði fjár til þeirra. Og hann
var gerður að landvarnaráðherra
3. marz 1949.
Johnson hefir unnið merkilegt
starf sem ráðherra; en hann á
líka fleiri óvildarmenn en hinir
ráðherrarnir allir til samans.
1) Amerískur stjórnmálamaður og
auðkýfingur.
---------------- September
Þegar Johnson kom í her-
málaráðuneytið, var uppi deila
milli landhers, flughers og flota
og þó einkum tveggja hinna
síðast nefndu. Johnson dæmdi
flughernum í vil og megináherzl-
an var lögð á að smíða hinar
langfleygu B-36 sprengjuflug-
vélar, sem hægt er að senda til
árása næstum hvert sem er. Og
hann stoppaði smíði á risastóru
flugvélamóðurskipi, sem þá var
byrjað á. Fyrir þetta bakaði
hann sér afskaplegar óvinsældir
innan flotans.
Fyrir skipulagsstarf, inn á við,
hefir Johnson hlotið einróma
lof. Hann sparaði 1.200.000.000
dollara af fjárveitingum til hers-
ins og leysti 141.300 starfsmenn
frá störfum í þjónustu hersins.
Hið síðara er afrek, sem er á
fárra færi, því að hver einasti
af þessum 141.300 mönnum atti
að annaðhvort þingmann eða
tryggan flokksmann, sem hafði
komið honum þarna í atvinnu.
Sumir telja að Johnson langi í
Hvíta húsið þ. e. forsetatign.
Einn vina hans spurði hann að
því, hvort hann stefndi að for-
setatign og Johnson svaraði:
„þegar ég er búinn með þetta
starf, verð ég varla til mikils
nýtur.“
50