Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 57
1951
____________________________________________ B E R G M Á L
veizlurnar í heimavistarskólanum. Höfðuð þið nokkurn
tíma miðnætur-veizlur á hælinu?“
Hún brosti raunalega.
„Við höfðum varla nokkurn tíma nokkuð til að geta
haldið veizlu. Og þó höfðum við það einu sinni, þegar ein-
hver hafði sent einni stelpunni köku-bauk.“
Skyndilega sagði hann, um leið og hann gekk inn í- her-
bergið:
„Ég vildi að ég hefði séð yður oftar á þeim árum. Ég
vildi að ég hefði gert meira fyrir yður.“
„Þér gerðuð mikið, doktor Brad,“ sagði hún í flýti.
Hann hristi höfuðið. „Ég gerði það ekki. Ég var ungur
og kjánalega bundinn við mín eigin málefni. Ég kom ekki
nærri því eins oft, og ég ætti að hafa gert, og færði yður
ekki heldur þá hluti, sem ég veit nú, að ég hefði haft
gaman af að færa yður. Það er eitt hið sorglegasta í þessu
lífi, að iðrast þess, sem maður gerði ekki.“
„Hafið ekki áhyggjur, mín vegna.“ Hún kveikti á lamp-
anum hjá rafmagnsplötunni. „Ég var glöð yfir því, að þér
skylduð yfirleitt koma.“
Hún kveikti á rafmagnsplötunni, en Bob horfði í kring-
um sig.
„En hvað þetta er snoturt herbergi," hugsaði hann, „svo
vistlegt og þægilegt.“ Húsgögnin fábrotin og viðkunnan-
leg, og litirnir í góðu samræmi. Það var bókahilla í öðrum
enda herbergisins, og hann varð undrandi yfir því að hún
skyldi eiga svo mikið af bókum. Hann hafði ekki hugsað
sér hana sem bókaorm.
Hann gekk yfir að hillunni og skoðaði þær nánar, og tók
eitt og eitt bindi út úr. Fáeinar sígildar bækur, augsýni-
lega keyptar hjá ódýrari verzlunum, annars mest-megnis
ljóðabækur.
Hann hugsaði um það, að Marjorie hefði reyndar upp á
síðkastið fengið einhvern áhuga fyrir ljóðum, og héldi því
oft fram í kvöldveizlum, að fyrsta ljóðskáldið, sem væri
55