Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 56
Framhaldssagaii
LÆKNISFRÚIN
Skáldsaga eftir Maysie Greig
stefna, og jafnvel þó að hún yrði rekin á dyr, með fyrir-
litningu.
„Já, gjörið þér svo vel og komið inn,“ sagði hún. „Það
tekur mig aðeins litla stund að framreiða kakaó.“
Hún hafði ákafann hjartslátt, er hún hljóp upp stigann,
á undan honum. En það var ekki af ótta. Hún fann til
ákafrar gleði og hamingju. Hann ætlaði að koma inn í her-
bergið hennar, og hún átti að fá að gefa honum kakaó.
Það var allt og sumt. Það virtist í fljótu bragði, ekki vera
svo mikið, og þó var það henni meira virði en hún var fær
um að skýra.
Hún vissi að henni myndi finnast herbergið tómlegt
eftir að hann væri farinn, en einhvern veginn myndi það
aldrei verða eins tómlegt hér eftir eins og það hafði verið
hingað til, bara af því hann hafði verið þar. Hann myndi
hafa setið í hægindastólnum, sem hún sjálf var vön að sitja
í á kvöldin, við lestur eða sauma. Hann myndi hafa hvílt
höuðið á svarta púðanum, og drukkið úr einum bollanum,
sem hún hafði svo oft drukkið úr.
Hún stakk lyklinum í skráargatið og opnaði hurðina.
„Gjörið svo vel,“ sagði hún.
„Það er gaman að þessu, finnst yður það ekki?“ Hann
talaði í hálfum hljóðum. „Þetta minnir mig á miðnætur-
54