Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 27
Gaman og alvara
Sá er munurinn:
Burnett Hershey, rithöfundur og
fréttaritari í stríðinu, segir sögu af
því þegar sendinefnd frá amerísku
verkalýðsfélagi heimsótti Skoda-bíla-
smiðjurnar, eftir að Tékkóslóvakía
komst undir stjórn Moskvu. Ameríku-
mennirnir spurðu:
„Hver á þessa verksmiðju?"
„Við verkamennirnir eigum hana,“
svöruðu leiðsögumennirnir.
„Hver á vélarnar í þessari verk-
smiðju?" spurðu Ameríkanarnir.
„Við verkamennirnir eigum þær,“
svöruðu Tékkarnir.
„Hver fær hagnaðinn?" spurðu Ame-
ríkanarnir.
„Við verkamennirnir fáum hann,“
var svarið.
Þá sáu Ameríkanarnir þrjá bíla, sem
stóðu fyrir utan verksmiðjima, og
spurðu hver ætti þá.
„Eigandi eins þeirra er hervarna-
ráðunautur þessa héraðs, annan bílinn
á formaður verkalýðsfélagsins á staðn-
um, og þriðja bílinn á stjórnarfulltrúi
frá Moskvu, sem er hér í heimsókn,"
sögðu tékknesku leiðsögumennirnir við
amerísku sendinefndina.
Síðar heimsótti svo sendinefnd frá
Skodaverksmiðjunum Ameríku, til að
kynna sér iðnað og tækni þar. Ame-
rískur verkalýðsleiðtogi sýndi Tékk-
unum Ford-verksmiðjurnar.
„Hver á þessa verksmiðju?" spurðu
sendimennirnir.
„Herra Ford á hana," svaraði Ame-
ríkaninn.
„En hver á vélarnar í verksmiðj-
unni?“ spurðu gestirnir, og fengu það
svar, að Ford ætti þær einnig.
„Hver fær hagnaðinn?," spurði þá
einn Skoda-maðurinn.
„Herra Ford fær hagnaðinn," svar-
aði Ameríkaninn.
Þá sáu Tékkarnir þrjátíu þúsund
bíla, á bílastæði fyrir utan verksmiðj-
una og spurðu:
„Hver á alla þessa bíla?"
Ameríkaninn glotti, og svaraði síðan:
„Við verkamennirnir eigum þá.“
Hæversk stúlka eltir ekki karlmann.
Músagildran eltir heldur ekki músina.
Maður nokkur var spurður að því,
hvað hann hefði gert, áður en hann
gifti sig.
„Allt, sem ég hafði löngun til,“ var
svarið.
Framleiðslan- og eftirspumin: Maður
nokkur fór að framleiða vöru, sem
talin var til lífsnauðsynja og menn
þörfnuðust. Hann rétt hafði ofan af
fyrir sér. En svo var annar, sem fór að
framleiða vöru, sem enginn hafði sér-
staka þörf fyrir, en sem fólkið sóttist
þó eftir. Hann varð brátt stórefnaður.
Kurteisi kostar þig aldrei neitt —
nema sætið þitt í strætisvagninum.