Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 43
1951 ------------------------
ánægðir á svipinn, þá var hún
vonsvikin og leið.
Það, sem hún hafði ekki heyrt,
var, að það eru til óendanlega
margar aðferðir við að hlusta
og slá gullhamra. Ef það er ekki
gert af heilum hug, þá er alveg
eins vænlegt til árangurs að
hrópa manninn niður, kalla
hann bölvaðan asna og láta þar
við sitja. Þessa stúlku vantaði
nærgætni, eða með öðrum orð-
um: hún var of eigingjörn. Hún
gat látið augun verða kringlótt
af undrun, hún gat hlegið alltaf
þegar við átti og sagt allra fal-
iegustu orð, en karlmennirnir
voru ekki uppnæmir. Þeir sáu,
að hún var ekki að hugsa um
þá, heldur það, hvernig hún sjálf
liti út í þeirra augum.
V. Hin ráðdeildarsama stúlka.
Hrædd við lífið og hrædd við
sjálfa sig, hamast Lovísa og
vinnur eftir fyrirfram gerðri
áætlun eins og strætisvagn. Á
hverjum einasta degi vinnur
hún sömu verkin með sömu
handtökunum .Hver smáhlutur
í íbúðinni hennar er ætíð á sín-
um stað.
Einu sinni var hún hrifin af
blaðamanni, eða svo hélt hún
sjálf. Einu sinni bauð hann henni
inn til sín og þau fengu sér
------------------ Bergmál
snaps. Hann hafði staðið í
ströngu þennan dag og langaði
til að létta áhyggjum daglega
lífsins af sér. En hún sagði:
„Þetta get ég alls ekki þolað“ —
og hún fór að laga til í herberg-
inu hans og hann staulaðist á
eftir henni.
Svo settist hann aftur og horfði
vonsvikinn í gaupnir sér. Hann
bauð henni aldrei oftar inn. Hún
hefir oft síðan boðið ungum
mönnum í sína eigin íbúð, en
enginn þeirra hefir orðið þaul-
sætinn hjá henni. Og hún stend-
ur þeim alltaf fyrir hugskots-
sjónum sem stúlka, sem sífellt
er á ferðinni með öskubakka til
að hvolfa úr þeim.
VI. Hin áliugalausa stúlka.
í fyrstu ástarhrotunni heyrum
við sjaldnast það sem sagt er,
við heyrum aðeins hljóminn af
orðunum og hann lætur okkur
blíðlega í eyrum eins og fögur
tónlist. En seinna byrjum við að
heyra orðaskil, og þá — ham-
ingjan hjálpi þeirri stúlku, sem
alltaf veður elginn um einskis-
verða hluti .
Kossar geta verið ágætir
fyrsta sprettinn og komið í stað
orða — en að lokum fer einnig
af þeim mesta nýjabrumið. Jafn-
vel áköfustu elskhugar verða að
41