Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 17

Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 17
1951 líka ekki betur, en hann mundi erfa allar eignirnar, og þær voru alls ekki svo litlar, samanlagt. Hverjum hefði getað dottið í hug, að karlinn ætti annan ná- kominn ættingja í Ameríku. Það var að vísu dálaglegur skilding- ur, sem kom í Péturs hlut, en það var líka ekki svo lítil upp- hæð, sem fór í súginn til frænd- ans í Ameríku. Enginn mundi dirfast að segja annað um Pétur, en hann væri maður frændræk- inn, en það voru takmörk fyrir öllu, frændrækninni sem öðru. Pétur tuggði vindilinn og óskaði frænda sínum í Ameríku lengst út í hafsauga. Hvers vegna skyldi karlinn aldrei hafa minnzt á þennan systurson sinn? Hann hefir þó ekki sent honum gjafir og dekrað við hann eins og ég. Þeir voru svosem ekki vanir að muna eftir skylduliði sínu hérna á íslandi, þessir herrar í Ame- ríku. Það voru enda ekki margir, sem voru jafn gjafmildir og Pét- ur, en það var ekki hægt að ætl- ast til þess, að menn gæfu og gæfu endurgjaldslaust. Stendur kannske ekki í Hávamálum að „glík skulu gjöld gjöfum.“ Pétur var að vísu vel stæður, en hann hafði sannarlega ekki efni á því, að „gefa fyrir gýg.“ Og var það ----------------- Bergmál kannske ekki „að gefa fyrir gýg“ að senda karlinum tóbak og alls konar munaðarvöru, en fá svo ekki nema helming arfsins að honum látnum. Það voru nátt- úrlega ekki neinar stórupphæð- ir, sem hann hafði eytt í þetta handa gamla manninum, en svona með rentum og renturent- um hefði það %annarlega ekki verið of mikið að fá allan arf- inn. Peningarnir eru það eina, sem gildir í lífinu. Hvað er lífið án peninga? Peningarnir eru lífið sjálft. Og nú hafði þessi frændi hans í Ameríku, sem hann hafði aldrei augum litið, svipt hann helming arfsins, sem honum einum bar með réttu. Smellirnir í götunni verða hærri. Hvöss augun stara út í fjarskann, eins og þau séu að horfa á einhvern ósýnilegan óvin. Pétur er reiður. í dag er allur heimurinn óvinur hans. Frændinn, sem er dáinn, frænd- inn, sem lifir og er í Ameríku, gatan, sem hann gengur á, sólin, sem skín í heiði, fólkið, sem hann mætir, — allt og allir virðast vera honum á einhv^rn hátt andvígir. Annar maður gengur eftir götunni. Hann gengur hægt. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.