Bergmál - 01.09.1951, Page 32

Bergmál - 01.09.1951, Page 32
Bercmál ---------------------- veiða, þá þóttist ég sjá einhvern kvenmann ganga hingað heim að húsinu. Auðvitað sá ég þetta langt frá mér, en mér datt strax í hug, að Betty frænka væri komin.“ „Nei, það hefir ekki verið Betty frœnka,“ svaraði Anna. „Hún kemur ekki fyrr en klukk- an sjö í kvöld. En gömul vinkona mín, sem heitir Betty Sanders leit inn í dag, við vorum saman í barna- skóla. Hana langaði til að bregða sér í sjóinn í síðasta sinn, áður en hún legði af stað heim með kvöldlestinni, og ég leyfði henni að nota sumarbústaðinn. „Nú-já“, muldraði Einar og kingdi einhverju með harm- kvælum. Anna leit rannsakandi og hálf-glettnislega á hann um leið og hún fór inn í eldhúsið til að laga te. Einar var ekki alveg viss um hvað hann átti að hugsa. Endir. „Það er merkilegur gripur þessi mannsheili," sagði Símon hreppstjóri. „Hann byrjar að starfa jafnskjótt og maðurinn fæðist, og heldur stöðugt áfram, þangað til maðurinn stendur upp til að halda ræðu. --------------- SEPTEMBER Töfrafiðlan Smásaga eftir Cleveland. Það var hráslagalegt og kalt þennan jóladag á Temsárbökkum fyrir mörg- um árum síðan. Gamall, blindur mað- ur ,boginn í baki og með fingur bláa í gegn af kuldanum, stóð úti á götunni og lék á fiðluna sína, í þeirri von að einhverjir góðhjartaðir Lundúnabúar létu nokkra aura af hendi rakna til jólaglaðnings gömlum, fátækum og blindum manni. Tveir vel klæddir menn gengu þarna fram hjá ok námu báðir staðar til að virða fyrir sér gamla manninn, blinda fiðluleikarann. Annar þeirra, grannvaxinn náungi svarthærður og brúnn í andliti, klapp- aði vingjarnlega á öxlina á snjáðum frakka gamla mannsins, og spurði á bjagaðri ensku: „Lítil þénusta, eh? Enginn gefa aura. Slæmur dagur?“ „Jóladagur er alltaf góður dagur, herra,“ svaraði gamli maðurinn. „En kuldinn er bitur og blessað fólkið veigrar sér þess vegna við að opna gluggana." „Neyddu það til þess,“ sagði ókunni útlendi maðurinn, hrúfri, vanstilltri röddu. „Leiktu á fiðluna, þangað til fólkið verður að opna gluggana til að hlusta." „Ég hefi beðið Guð að veita mér styrk til að leika þannig,“ sagði gamli maðurinn og leit blindum augum sín- um til himins eins og í bæn. „Allt í einu rétti grannvaxni útlend- ingurinn fram hendina og tók fiðluna af gamla manninum. „Kannske ég leika?“ sagði hann. „Kannske ég neyða 30

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.