Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 12
B E R G M Á L_____________________SEPTEMBER
að hátta. Bar svolítið ilmvatn
bak við eyrun. Burstaði svarta,
þykka hárið sitt. Smeygði sér
undir sængina. Slökkti.
Nei. Leon kom ekki. Manuela
reiddist; sagði nokkur miður
falleg orð, fyrst á portúgölsku —
síðan á spönsku. Hún reyndi að
sofna, en það var ekki hægt.
Hún kveikti aftur á lampan-
um. Fór í rauðu inniskóna sína.
Reykti eina sígarettu í viðbót
— og fór út úr káetunni. Skyndi-
lega var eins og rynni upp ljós
fyrir henni. Og þá — þá varð
henni á að hlæja.
Hún opnaði dyrnar að gar.g-
inum og gekk upp á þilfarið.
Bleikur máninn skein glatt, hátt
yfir krónum pálmatrjánna. Þeíta
var dásamleg nótt, fögur, kyrr- '
lát hitabeltisnótt, og stjörnu-
hvelfingin tindraði í allri sinni
dýrð.
Hún gekk yfir að káetu Leons,
og tók í hurðina. Hún var ólæst.
Manuela lokaði henni á eftir
sér. Stóð andartak grafkyrr.
Hlustaði. Svaf Leon? Eða ....
Nei — hún ætlaði ekki að
kveikja ljósið. Tunglskinið
streymdi inn um gluggann —
og bjarminn af vatnsfletinum
lýsti upp loftið í káetunni. Ást-
arfuni á Amazonfljóti — ást-
ar ....
Hún gekk hljóðlega til Leons.
Settist við hlið hans. Beygði sig
niður yfir hann .... Hann
hreyfði sig ekki. En — jú —
hann lá þarna og — hló .... —
,,Prakkari;“ hvíslaði Manuela.
„Prakkari!11
Um leið og hún sagði þetta,
vafði hún handleggjunum um
háls hans og kyssti hann. Ákaft,
innilega — æsandi — eins og
hinar blóðheitu brazilíönsku
ungmeyjar einar, geta kysst ....
Daginn eftir fékk senor Diaz
di Portofino eftirfarandi sím-
skeyti:
„Af því að dóttir yðar hefir
gert árás á mig, fljúgum við
nú til Rio de Janeiro, og
giftum okkur þar. Þorsk-
hausnum í Alcobaca gef-
um við langt nef — þetta
er óhagganleg ákvörðun
okkar. Kveðja frá Manuelu.
Leon Gaoyaz.“
Endir.
Það er sama hve skikkanlegur þú
ert hér í þessum heimi, þú kemst
héðan aldrei lifandi.
10