Bergmál - 01.09.1951, Page 47
1951
Bergmál
í eyru sjálís sín og annarra: Ég hefi
aldrei elskað fyrr. Ég gifti mig ekki af
ást.
Skyldi ég ekki eiga kollgátuna, að
eins sé farið um yður?
Mér er nær að halda, að þér mynduð
ekki lengi una því lífi, sem hinn nýi
ókunni, kynni að geta boðið yður. Þér
eruð ekki einu sinni viss um, að hann
elski yður, hvað þá meira, þó að þér
séuð ekki í neinum vafa um sjálfa
yður.
Hvernig væri nú, að lofa hjarta yðar
að tala máli mannsins yðar, hans sem
þér þekkið og hafið verið ánægð með,
enda þótt þér séuð orðin leið á honum
og elskið hann ekki vitundar ögn?
Hlustið stundarkorn á raust hjarta
yðar.
Sjáum svo hvað setur.
ÞJÓFURINN
Sönn smásaga.
„Þetta er andstyggilegt mál-
verk, ég neita að borga það,“
sagði auðkýfingurinn Elemer
Kelen, um leið og hann sneri til
dyranna og bjóst til að ganga út
úr vinnustofu hins fátæka, ung-
verska listmálara, Arpad Sebesy.
Þessum unga listamanni flugu
í hug allar þær mörgu vikur,
sem hann hafði eytt í að mála
þetta listaverk, auk hinna fimm
hundruð pengös, sem hann hafði
átt að fá fyrir það, og nú voru
tapaðir. Hann minntist þess með
beiskju í huga, að auðkýfingur-
inn hafði ekki þótzt hafa tíma
til að sitja fyrir nema þrjá dag-
parta, svo að málverkið hafði í
rauninni að mestu verið málað
eftir minni. Og þó líktist það
fyrirmyndinni, auðkýfingnum
furðanlega vel.
„Bíðið andartak,“ kallaði Se-
besy. „Viljið þér gjöra svo vel
og gefa mér það skriflegt að þér
neitið að greiða fyrir málverkið,
af því að það líkist yður ekki
vitund?“
Kelen varð glaður við að
45