Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 62
Bergmál
September
fyrr en okur hefði tekizt að bjarga lífi vesalings manns-
ins.“
„Eða réttara sagt, hún vildi ekki fara á undan þér!“
greip hún fram í kuldalega. „Og hún fékk sína umbun.
Þú fórst heim með henni, og hún framreiddi kakaó handa
þér. En rómantískt. Og auðvitað var þetta allt í mesta
sakleysi, var það ekki?“ Rödd hennar var æst og kald-
hæðin.
„Þegiðu, Marjorie,“ hrópaði hann, beygði sig niður að
henni, tók um axlir hennar og hristi hana hörkulega. Hann
hafði aldrei misst stjórn á sjálfum sér, svipað þessu, fyrr.
Hann fann það að hann hafði gengið of langt. Sennilega
var þreytu hans um að kenna.
„Stundum liggur mér við að hata þig, Marjorie," sagði
hann. „Mér finnst þú stundum verðskulda megnustu fyrir-
litningu.“
„Af því að ég hef mannlegar tilfinningar,11 hrópaði hún.
„Af því að ég sit ekki eins og steingervingur, svipað og
þín hjartkæra vinkona, fröken Norris. Að minnsta kosti
er ég nógu kvenleg í mér, til að segja álit mitt og til að
láta í Ijósi þegar ég er afbrýðissöm.“
„Þú ert geðbiluð," sagði hann. „Þú hefur enga ástæðu til
að vera afbrýðissöm. Allt þetta er tómur hugarburður
þinn.“ Hann hætti eins skyndilega að hrista hana, eins og
hann hafði byrjað. Hann strauk hendinni þreytulega yfir
ennið, og virtist óstyrkur á fótunum. „Drottinn minn, hvað
ég er þreyttur,“ muldraði hann. „Við skulum ekki tala
meira í nótt. Ég bið afsökunar, ef ég hef meitt þig, Mar-
jorie.“
,.Þú hefir meitt mig.“ Hún nuddaði aðra öxlina, þar sem
fingraför hans sáust greinilega á hvítu hörundinu.
„Góða nótt,“ sagði hann yfir öxl sér, um leið og hann
fór. Hann reikaði eins og drukkinn maður. Hann var svo
þreyttur, að honum fannst helzt, að hann myndi aldrei
komast fram að dyrunum. Hann blygðaðist sín fyrir,
60