Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 49
1951---------------------
JOHNSON
Grein eftir amerískan
blaðamann.
Louis Johnson heitir sá, sem hefir
á hendi alla yfirstjórnhervæðingar í
Ameríku, landvarnaráðherrann. Hér er
stytt frásögn um þennan valdamikla
mann, tekin úr amerísku tímariti. —
Johnson hefir nú loksins feng-
ið þá stöðu, sem hann hefir
lengi þráð — stöðu landvarna-
ráðherra. Og hlutverk þessa
ráðherra er, að gera Bandaríkin
„höggþétt“ fyrir árásum ann-
arra ríkja, og til þess hefir hann
öll þau vopn og verjur, sem
vísindi nútímans hafa yfir að
ráða' og þar að auki mikla fram-
leiðslumöguleika. Og Johnson er
næst-æðsti maðurinn í Wash-
ington, og Hoover fyrrv. forseti
segir, að hann sé „bezti“ maður-
inn í stjórn Trumans.
Johnson er hár og vörpulegur
maður. Rödd hans er óvenjulega
þýð. Og hann er af gamla skól-
anum — röskur að gera sér
grein fyrir hlutunum og tekur
ákvarðanir hiklaust. Þessa eigin-
leika hefir hann ekki að ófyrir-
synju: Hann hefir verið lög-
fræðiráðunautur hjá fyrirtæki,
------------------- Bf.romál
stjórnmálaerindreki, aðstoðar-
hermálaráðherra og þar að auki
kosningasjóðsstjóri fyrir Tru-
man. Og nú hefir hann fengið
ráðherraembættið, sem hann
vildi — að launum.
Johnson er laus við að vera
baktjaldamaður og hrosaskaupa-
pólitíkus og að því leyti sker
hann sig úr í Washington. Einn
vinur hans sagði um hann: John-
son mundi miklu heldur brjóta
gat á múrvegg heldur en príla
yfir hann.
Flestir skrifstofu-hershöfð-
ingjarnir í Washington, reyna
að afla sér vinsælda hjá blaða-
mönnum og betri borgurum, áð-
ur en þeir gera nokkuð, sem ork-
að gæti tvímælis. En Johnson á
enga áhrifamenn við blöðin
fyrir vini og situr aldrei „cock-
tail“-veizlur.
Johnson stóð í ströngu, þegar
hann var aðstoðar-hermálaráð-
herra 1937—’40. Roosevelt hafði
valið Johnson til þess að fá þæg-
an mann og hann átti að losa
stjórnina við allar áhyggjur
hennar af uppgjafahermönnum
frá 1918. Johnson mistókst þetta
fram úr skarandi. Því til stað-
festingar er eftirfarandi:
Snemma á árinu 1940 fékk
Johnson í hendur álitsgerð, þar
47