Bergmál - 01.09.1951, Side 17

Bergmál - 01.09.1951, Side 17
1951 líka ekki betur, en hann mundi erfa allar eignirnar, og þær voru alls ekki svo litlar, samanlagt. Hverjum hefði getað dottið í hug, að karlinn ætti annan ná- kominn ættingja í Ameríku. Það var að vísu dálaglegur skilding- ur, sem kom í Péturs hlut, en það var líka ekki svo lítil upp- hæð, sem fór í súginn til frænd- ans í Ameríku. Enginn mundi dirfast að segja annað um Pétur, en hann væri maður frændræk- inn, en það voru takmörk fyrir öllu, frændrækninni sem öðru. Pétur tuggði vindilinn og óskaði frænda sínum í Ameríku lengst út í hafsauga. Hvers vegna skyldi karlinn aldrei hafa minnzt á þennan systurson sinn? Hann hefir þó ekki sent honum gjafir og dekrað við hann eins og ég. Þeir voru svosem ekki vanir að muna eftir skylduliði sínu hérna á íslandi, þessir herrar í Ame- ríku. Það voru enda ekki margir, sem voru jafn gjafmildir og Pét- ur, en það var ekki hægt að ætl- ast til þess, að menn gæfu og gæfu endurgjaldslaust. Stendur kannske ekki í Hávamálum að „glík skulu gjöld gjöfum.“ Pétur var að vísu vel stæður, en hann hafði sannarlega ekki efni á því, að „gefa fyrir gýg.“ Og var það ----------------- Bergmál kannske ekki „að gefa fyrir gýg“ að senda karlinum tóbak og alls konar munaðarvöru, en fá svo ekki nema helming arfsins að honum látnum. Það voru nátt- úrlega ekki neinar stórupphæð- ir, sem hann hafði eytt í þetta handa gamla manninum, en svona með rentum og renturent- um hefði það %annarlega ekki verið of mikið að fá allan arf- inn. Peningarnir eru það eina, sem gildir í lífinu. Hvað er lífið án peninga? Peningarnir eru lífið sjálft. Og nú hafði þessi frændi hans í Ameríku, sem hann hafði aldrei augum litið, svipt hann helming arfsins, sem honum einum bar með réttu. Smellirnir í götunni verða hærri. Hvöss augun stara út í fjarskann, eins og þau séu að horfa á einhvern ósýnilegan óvin. Pétur er reiður. í dag er allur heimurinn óvinur hans. Frændinn, sem er dáinn, frænd- inn, sem lifir og er í Ameríku, gatan, sem hann gengur á, sólin, sem skín í heiði, fólkið, sem hann mætir, — allt og allir virðast vera honum á einhv^rn hátt andvígir. Annar maður gengur eftir götunni. Hann gengur hægt. 15

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.