Bergmál - 01.09.1951, Page 66

Bergmál - 01.09.1951, Page 66
Bergmál —---------------------------------------- September áfram í fyllstu alvöru. „Það væri svo gaman að fara með yður út. Hefðuð þér ekki gaman af því?“ Hún leit undan, og varð eldrauð í andliti. „Jú, ég myndi hafa ánægju af því,“ hálf-hvíslaði hún. „En - “ Hún átti í harðri baráttu við sjálfa sig, til að halda fast við það, að samband þeirra ætti að vera eingöngu sem samstarfsmanna, en það var erfitt að standa við þá ákvörð- un, of erfitt, þegar hann stóð þannig og horfði brosandi niður á hana, og innileg rödd hans hljómaði í eyrum hennar. Hún vissi að það gæti orðið hættulegt uppátæki, að fara alein með honum út að skemmta sér, um kvöldið, en hún var ekki nógu sjálfstæð til að geta staðizt það. Hún leit upp, augun Ijómuðu af gleði, og brjóst'liennar gekk upp og niður. „Þakka yður fyrir, ég hefði sérstaka ánægju af að koma, doktor Brad.“ „Ágætt,“ hann hreifst með af gleði hennar. „Ég mun koma og sækja yður, klukkan hálfátta til átta. Við skulum gera úr þessu afbragðs afmælisveizlu." Hann brosti aftur og hélt svo áfram inn í lækningastofuna. Hann var léttari í spori, og þunglyndið rokið út í veður og vind. Það yrði gaman að fara út með Natalíu, hún var svo indæl stúlka og átti sannarlega skilið einhverja ánægju í lífinu. Það, að það skyldi vera afmælisdagur hennar, gaf hon- um ágæta afsökun, þó að þess gerðist að vísu ekki þörf. Var hann ekki einmitt búinn að ákveða að bjóða einhverri með sér út um kvöldið, til að borða og dansa? En þetta var auðvitað allt annað. Natalía var ekki bara einhver stúlka, hún var —. Hugsanir hans komust skyndi- lega í strand. En hann var svo glaður yfir þessum mála- lyktum, að hann gleymdi alveg aðaltilgangi sínum með þessu kvöldboði, að héfna sín á Marjorie. Natalía borðaði engan Aádegisverð. Hún eyddi öllum 64

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.