Bændablaðið - 16.05.2024, Page 10

Bændablaðið - 16.05.2024, Page 10
10 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Kristín Linda og Inga Geirs ÆVINTÝRI Á SPÁNI OKTÓBER 2024 UPPBYGGJANDI OG SKEMMTILEG KVENNAFERÐ Kristín Linda, sálfræðingur hjá Huglind, og Inga Geirs, fararstjóri hjá Skotgöngu, verða með sína vinsælu sjálfsræktar-, útivistar-, göngu- og skemmtiferð til Albír á Spáni 18. október í haust. Bókanir hafnar, beint flug, gott hótel og hálft fæði. SJÁLFSRÆKT OG GANGA Vikuferð fyrir konur 40 ára og eldri, uppskrift sem hefur algjörlega sannað sig enda þétt og gefandi dagskrá. Inga sér um fararstjórn, skoðunarferðir og gönguferðir og Kristín Linda heldur sín vinsælu uppbyggjandi lífsgæðanámskeið, bæði hagnýt og skemmtileg. Vikuferð sem hlotið hefur frábær meðmæli. Stakar konur sérstaklega velkomnar en líka kjörið fyrir vinkonur. Meira en 300 konur hafa nú þegar nýtt sér þessa dagskrá og margar komið aftur og aftur, það segir sína sögu! Samkennd, gleði, upplifanir, uppbygging og ný kynni, vilt þú koma með? NÁNARI UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR: www.skotganga.co.uk inga@skotganga.co.uk - kristinlinda@huglind.is KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna – Sterk staða samvinnufélagsins Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúmlega 5,5 milljarðar króna. Samkvæmt ársreikningi samstæðunnar, sem samanstendur af Kaupfélagi Skagfirðinga og nítján dótturfélögum, námu eignir í lok árs 2023 um 88,6 milljörðum króna. Eiginfjárstaða fyrirtækisins styrktist á milli ára og nam 58,5 milljörðum króna í árslok 2023 en skuldir um 30 milljörðum kr. Rekstrartekjur KS árið 2023 jukust um 8,7% milli ára og námu rúmlega 19 milljörðum króna á árinu 2023. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir hjá KS jókst um 18,7% milli ára og nam 2,5 milljörðum króna. Tekjur samstæðunnar allrar námu 52,6 milljörðum króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir jókst um 4,1% og nam 8,4 milljörðum króna.Samkvæmt samstæðu- reikningnum jukust langtímakröfur milli áranna 2022 og 2023 um tæpan milljarð króna, fóru úr um 1,4 milljörðum í um 2,4 milljarða. Undir þessu heyra skuldabréfalán sem eru bæði verðtryggð og óverðtryggð, gefin út til allt að sex ára og bera allt að 14% vexti samkvæmt skýringu. Dótturfélög og eignarhlutir í hlutdeildarfélögum Starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga er víðtæk. Samvinnufélagið heldur úti mikilli atvinnustarfsemi í Skagafirði og víðar. Helstu rekstrar- einingar eru, að því er fram kemur í samstæðureikningnum, mjólkur- afurðastöð, kjötafurðastöð, bifreiða- verkstæði,vélavekstæði, dagvöru- verslun og byggingavöruverslun í Skagafirði.Einnig stunda önnur félög samstæðunnar fjölbreyttan rekstur víðar um land, s.s. við slátrun, kjötvinnslu, flutninga, framleiðslu á fóðri, byggingavörum sem og við eignarhalds- og fjárfestingastarfsemi. Samvinnufélagið á FISK-Seafood ehf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki og Grundarfirði. Þá á KS einnig meirihluta Fóðurblöndunnar hf. sem á Bústólpa. Meðal annarra dóttur- félaga er Esja Gæðafæði, sem vinnur bæði íslenskt og erlent kjöt og selur til endursöluaðila, Sláturhús Hellu og Sláturhús KVH á Hvammstanga, Norðlensk orka ehf., sem á Héraðsvötn ehf., Vogabær og Vörumiðlun, sem rekur flutningaþjónustu víðs vegar um land. Metafkoma VSV Samstæðan á ýmsa verðmæta eignarhluti í hlutdeildarfélögum. Þar á meðal 32,9% hlut í Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum en vegna leiðréttingar á svokölluðum þýðingarmun hækkaði eignarhlutur KS í félaginu um tæplega 1,8 milljarða króna skv. ársreikningi. Vinnslustöðin skilaði metafkomu á árinu 2023 og á aðalfundi þess þann 4. apríl sl. var samþykkt að greiða hluthöfum 900 milljóna króna arð. KS á 20% hlut í Mjólkur sam- sölunni en einnig hluti í félögum sem tengjast útflutningi á skyri. Einnig á Kaupfélagið 19,5% í Þórsmörk ehf., sem á Árvakur hf., sem rekur Morgunblaðið. KS á einnig að öllu leyti Nýprent ehf., sem rekur Feyki, fréttablað Norðurlands vestra. Árið 2023 bættust við eignar- haldsfélögin Gleðidagur og Gleðiskopp á lista hlutdeildarfélaga sem samstæðan á eignarhluti í. Einnig á KS fjárfestingafélag sem fer með eignarhald á verðbréfum í 11% eignarhlut í hollenska skipafélaginu Cargow B.V., en sá hlutur var bókfærður á tæpan milljarð króna árið 2022. Tvö ný í aðalstjórn Aðalfundur Kaupfélags Skag firðinga fór fram 23. apríl sl. í Menningarhúsinu Miðgarði. Mannaskipti urðu í stjórn félagsins á fundinum. Atli Már Traustason, Ytri- Hofdölum og Ásta Pálmadóttir, Sauðár- króki, voru kjörin í aðalstjórn í stað Guðrúnar Sighvatsdóttur og Péturs Péturssonar. Aðrir í stjórn eru Bjarni Maronsson, stjórnarformaður, en hann hefur setið í stjórn frá árinu 1989, Herdís Á. Sæmundardóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Hjörtur Geirmundsson og Þorleifur Hólmsteinsson. Varamenn í stjórn eru Guðrún Lárusdóttir, Ingi Björn Árnason og Viggó Jónsson. Fjöldi félagsaðila Kaupfélags Skagfirðinga í árslok 2023 var 1.277 og starfsmenn KS eru 233 talsins. /ghp Kaupfélag Skagfirðinga á nítján dótturfélög. Mynd / ghp Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremur mánuðum þessa árs eru vísbendingar um að svo sé einnig hér á landi. Greint er frá þessari stöðu í Fréttabréfi sóttvarnalæknis sem gefið var út nú í apríl. Þar kemur fram að dauðsföll af völdum matarborinna sýkinga í Evrópu árin 2018 til 2022 hafi oftast tengst listeríusýkingum. Í helmingi tilvika voru dauðsföll rekin til listeríu, alls 125 tilfelli. Salmonella kom þar næst, en 32 dauðsföll voru rakin til slíkra smita. Gengur oftast fljótt yfir Tekið er fram að slíkar sýkingar lýsi sér oftast sem uppköst eða niðurgangur sem gangi fljótt yfir, en geti þó leitt til alvarlega veikinda og jafnvel dauða. Í umfjölluninni kemur fram að listería sé baktería sem finnist víða í náttúrunni, bæði í vatni og jarðvegi sem og hjá fjölda dýrategunda. Einkennandi fyrir listeríu sé að bakterían þrífst vel við kælingu og háan saltstyrk við geymslu matvæla en fjölgi sér síðan í líkama fólks. Listería valdi nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki, nema barnshafandi konum. Helsta smitleiðin með matvælum Ákveðnir þættir auki mjög líkur á sýkingu, svo sem hár aldur og ónæmis- bæling. Listeríusýking geti leitt til fósturláts eða nýburadauða ef móðir smitast á meðgöngu og sýkillinn berst til fósturs í gegnum fylgjuna. Helsta smitleið listeríu sé með matvælum sem ýmist hafa verið menguð frá upphafi eða í fram- leiðsluferli og þá helst mjúkir og ógerilsneyddir ostar, hrátt grænmeti eða salat, kaldreyktur eða grafinn lax og niðursneitt kjötálegg. Listeríusmit séu oft stök tilfelli en listería geti þó valdið hópsýkingum sem nái til margra landa. Á Íslandi hafa tveir til fimm einstaklingar greinst árlega á Íslandi með listeríusmit, en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa þegar greinst fimm einstaklingar. Er í umfjölluninni sagt mikilvægt að lögð verði áhersla á forvarnir, vöktun og rannsóknir mögulegra hópsýkinga. Nauðsynlegt sé að fræða áhættu- hópa um tengsl listeríu við ákveðin matvæli sem borin eru fram óelduð. Mikilvægt sé að hafa í huga að jafnvel matvæli sem eru framleidd í samræmi við gæðastaðla geti valdið sýkingu hjá fólki með skert ónæmiskerfi. /smh Matvælaöryggi: Listeríusýkingar vaxandi vandamál Helstu smitleiðir listeríu eru með óelduðum matvælum, eins og mjúkum ógerilsneyddum ostum. Mynd / bbl Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórverðlaun fyrir skemmstu. KHB brugghús sendi fjóra bjóra í keppnina London Beer Competition í vor og fengu þeir allir verðlaun. Lagerbjórinn Naddi fékk gullverðlaun og bjórarnir Gellivör, Jólanaddi og Borghildur silfurverðlaun. „Þessi keppni er mikils metin í alþjóðlegum bjóriðnaði og við einkunnagjöf er horft til gæða, gilda og umbúða,“ segir Helgi Sigurðsson, annar eigandi KHB Brugghúss á Borgarfirði eystra. London Beer Competition miði að því að viðurkenna og fagna bjórvörumerkjum sem neytendur raunverulega vilja kaupa, þ.e.a.s. smásalar, verslanir og veitingastaðir. „Við erum himinlifandi yfir árangri okkar í keppninni. Naddi, dökki lagerbjórinn okkar, fékk gullverðlaun og samtals 92 stig. Fyrir gæði hlaut hann 95 stig. Gellivör, IPA-bjórinn okkar, var einnig mjög nálægt gullinu, með samtals 88 stig, þar af 89 stig fyrir gæði. Einnig hlutu Jólanaddi, sem er jólaútgáfa af Naddanum, og Borghildur, ljósi lagerinn okkar, góða dóma og silfurverðlaun,“ segir Helgi. KHB brugghús leggur, að sögn Helga, áherslu á gæðahráefni og kaupir það frá Tékklandi, frá litlu fjölskyldufyrirtæki sem starfað hefur í rúm hundrað ár. „Við vitum því að gæðin eru í lagi. Við vinnum einnig náið með tékkneskum bruggmeisturum með mikla reynslu og Þorsteinn Brandsson, yfirbruggmeistari KHB, hefur náð góðum tökum á faginu og er með allt á hreinu hvað þetta varðar. Allir bjórarnir okkar eru ferskvara, ógerilsneyddir og án viðbætts sykurs og rotvarnarefna,“ segir Helgi jafnframt. /sá Bjórinn Naddi sló í gegn í London Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson á Egilsstöðum eiga og reka KHB-brugghús auk gisti- og veitingareksturs á Borgarfirði eystra. Mynd / Aðsendar Bjórar í bauk frá KHB brugghúsi.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.