Bændablaðið - 13.06.2024, Qupperneq 18

Bændablaðið - 13.06.2024, Qupperneq 18
18 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 21. – 26. október 2024 Fararstjórn: Þóra Björk Valsteinsdóttir Verð 389.500 kr. á mann í tvíbýli Bókaðu núna á bændaferðir.is Upplifðu haustblæ í Aþenu! Gist verður á 5* hóteli í miðborg Aþenu, í göngufjarlægð frá sjarmerandi hverfinu Plaka sem liggur við rætur Akrópólis hæðar. Farið verður í dagsferðir til Delfí, að hofi Poseidons og á Pelópsskagann þar sem við heimsækjum m.a. fornu borgina Mýkenu. Haustblær í Aþenu Sími 570 2790 • bokun@baendaferdir.is • Síðumúla 2 • 108 Reykjavík Hvítlauksbændurnir í Neðri- Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóði, sem gerir þeim kleift að fara í frekari framþróun með sína ræktun og verðmætasköpun úr hliðarafurðunum. „Við vorum í Suður-Frakklandi að kynna okkur hvítlauksyrki sem við gætum mögulega notað hjá okkur,“ segir Haraldur Guðjónsson, sem ásamt konu sinni, Þórunni Ólafsdóttur, hóf ræktun á hvítlauk síðasta haust til markaðssetningar á Íslandi. „Stækkun stendur nú yfir á landinu sem við ætlum að nota undir ræktunina í haust, en við förum úr 0,4 hektara í tvo hektara – þar sem ræktunarsvæðið verður um 1,2 hektarar. Viðtökurnar hafa verið þannig að okkur fannst það liggja beint við að stækka landið. Það liggja tvö tún að okkar landi sem við fáum afnot af undir ræktunina.“ Blóðbergsblandað hvítlaukssalt Haraldur segir að annar styrkurinn sé úr Afurð, en þar séu verkefni sem séu komin af hugmyndastigi en afurðirnar þó ekki tilbúnar til markaðssetningar. „Það verður einmitt verkefnið í haust að þróa fjórar vörur til viðbótar hvítlaukssaltinu sem við settum á markað í byrjun þessa árs – sem er í raun hliðarafurð af sjálfri hvítlauksræktuninni. Til viðbótar við hvítlaukssaltið Skjöld, sem hefur fengið góðar viðtökur, ætlum við að koma með hvítlaukssalt sem verður blandað blóðbergi úr sveitinni, hvítlauksolíu, hvítlauksmauk og hvítlauks-confit – sem ekki er til hér á Íslandi en er hvítlaukur sem hitaður er í olíu við vægan hita og hægt er til dæmis að smyrja beint á brauð eða hvað sem er.“ Einnig fengu þau styrk úr Fjársjóði, til að afla sér frekari þekkingar um hvítlauksræktunina og möguleg hvítlauksyrki til notkunar í Dölunum. Fimm til tíu prósent hliðarafurðir Hliðarafurðirnar úr hvítlauks- ræktuninni eru nánar tiltekið afgangs hvítlauksgeirar, sem ná ekki stærðarviðmiðum til að verða útsæði. Það sem afgangs varð frá síðasta hausti, þegar þau settu niður í fyrsta skipti lauk til markaðssetningar, var notað til þróunar og framleiðslu á Skildi. Haraldur segir að reikna megi með að um fimm til tíu prósent uppskerunnar gangi þannig af og sé hægt að nýta til verðmætasköpunar með framleiðslu á nýjum afurðum. Raunin sé sú að framleiðslan úr hliðarafurðunum stefni í að verða álíka verðmæt og sjálfur hvítlaukurinn, en flestir sem séu stórtækir í hvítlauksræktun hendi bara þessum afgangsgeirum. „Við reiknum með að fara í þessa vöruþróun á nýjum afurðum í október,“ segir Haraldur að lokum. /smh Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní til 46 verkefna. Þetta var fimmta árið sem Matvælasjóður úthlutar fjármagni sem styrkja á þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Alls bárust 198 umsóknir og var sótt um rúmlega þrjá milljarða króna. Matvælasjóður skiptist í fjóra styrkflokka. Bára styður verkefni á hugmyndastigi með styrk að hámarki 3 milljónum króna og hlutu 22 verkefni slíkan styrk og heildarupphæð styrkflokksins var tæpar 63 milljónir kr. Meðal styrkhafa er Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, garðyrkjubóndi í Breiðargerði í Skagafirði og formaður VOR – félags um lífræna ræktun og framleiðslu, sem hlaut tvo styrki fyrir verkefni sem fjalla um vallhumal annars vegar og lífrænt vottaða matvælavinnslu hins vegar. Stefanía Hjördís Leifsdóttir fékk styrk fyrir verkefni um notkun geitamysu, Móðir Jörð ehf. fékk styrk fyrir verkefni sem fjallar um bygg, Surova ehf. mun skoða íslenskan saffran og Aðalsteinn Kornelíus Gunnars- son fékk styrk fyrir verkefni sem heitir „Djúptækni til verndunar kornakra á Íslandi“. Styrkflokkurinn Kelda styður rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Ellefu verkefni hlutu styrki og var heildarupphæð þeirra tæpar 214 milljónir króna. Meðal styrkþega eru Hafrannsóknastofnun, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Isea ehf., Landbúnaðarháskóli Íslands, Matís og Tilraunastöð HÍ í meinafræði. Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og á að nota til að móta og þróa afurð með hráefnum sem tengjast matvælaframleiðslu. Níu verkefni hlutu styrk og var heildarupphæð þeirra um 154 milljónir króna. Meðal styrkþega eru bændurnir á Syðra-Holti í Svarfaðardal sem ætla að þróa lífræna sauðaosta, María Eymundsdóttir, bóndi á Huldulandi í Skagafirði, fyrir ræktun burnirótar í Aeroponic og hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fyrir vöruþróun á vörum úr hvítlauk. Þau síðastnefndu fengu einnig styrk úr flokknum Fjársjóður, sem styður markaðsinnviði og markaðssókn afurða. Fjögur verkefni hlutu styrk úr flokknum og var heildarupphæð þeirra tæpar 60 milljónir króna. Saltverk fékk styrk fyrir áframhaldandi uppbyggingu á sölu og markaðssetningu á vörum fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði og Responsible Foods ehf. ætlar einnig að herja á þann markað með íslenskt skyrnasl. Haft er eftir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvæla- ráðherra í tilkynningu sem fylgir styrkúthlutuninni að það væri gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifðust jafnt á milli kynja og skipting á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar væri í góðu jafnvægi. /ghp Matvælasjóður: Nokkrir bændur meðal styrkhafa Bændurnir á Syðra-Holti. Myndir / Aðsendar Pálmi Jónsson og María Eymundsdóttir á Huldulandi. Elínborg Erla Ágeirsdóttir í Breiðargerði. Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum Hvítlauksbændur í Dölunum ætla að nota stuðning úr Matvælasjóði til að auka við hvítlauksræktunina og fjölga vörutegundum í framleiðslu. Mynd / smh Bláa lónið hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Hornafirði og hyggst byggja þar upp baðstað og hótel. „Ég gæti trúað að þetta yrðu um hundrað störf í upphafi og svo veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er allavega frábært verkefni, sem á eftir að verða mjög mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og allt nærumhverfið,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, aðspurður um fyrirhugaða upp- byggingu Bláa lónsins við Hoffell í Hornafirði. Ætlunin er að byggja þar upp glæsilegan baðstað, veitingastað og fjölbreytta gistingu rétt við jökullónið. Hoffellsjökull er nyrstur þeirra jökla, sem ganga úr Breiðabungu á Vatnajökli, en hann er um tíu kílómetra langur. Fulltrúar Bláa lónsins héldu nýlega fund með íbúum í Hornafirði til að kynna áform sín og var augljóst að heimamenn eru mjög spenntir fyrir verkefninu að sögn bæjarstjórans. „Þetta verður einstakt á heimsvísu, því get ég lofað miðað við það sem ég hef séð. Framtíðin er björt í Hornafirði,“ bætir Sigurjón kampakátur við. Í Hoffelli er jarðhiti sem RARIK á áfram og nýtir til að kynda Hornafjörð. /mhh Hundrað ný störf í Hornafirði Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, (t.v.) og Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi jarðarinnar Hoffell 2, sem hefur nú selt Bláa lóninu hana til uppbyggingar á sviði ferðaþjónustu. Mynd / Aðsend
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.