Bændablaðið - 13.06.2024, Síða 32
32 Viðtal Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
Björn Harðarson tók við embætti
formanns deildar loðdýrabænda
hjá Bændasamtökum Íslands
í vetur. Hann rekur minkabú í
Holti í Flóa ásamt dóttur sinni og
tengdasyni.
Samhliða loðdýraræktinni stundar
Björn kúabúskap, sem hann viður-
kennir að hafi verið nauðsynlegur til
að halda minkabúinu gangandi. Ferill
hans sem minkabóndi hófst árið 2012
þegar hann gerði aðstöðu fyrir þrjú
hundruð læður í gömlum fjárhúsum í
samstarfi við dóttur sína, Hönnu Siv
Bjarnardóttur, og tengdason, Ólaf Má
Ólafsson.
Árið 2014 var byggður stór skáli
fyrir minkaræktina rétt norður af
bæjartorfunni þar sem rými er fyrir
1.500 læður og segir Björn þetta
nýjasta minkahús landsins. Frá því að
nýja húsið var tekið í notkun hefur ekki
fengist hátt verð fyrir minkaskinn. Þeir
sem hafi verið í loðdýrarækt lengur
hafi notið góðs af mikilli uppsveiflu
sem var á árunum áður en fjölskyldan
í Holti stökk á vagninn.
Skemmtilegur búskapur
Þrátt fyrir að vera fjárhagslega
krefjandi segir Björn að minkarækt
sé skemmtilegur búskapur. Nú séu
hins vegar einungis sex minkabú
eftir í landinu og á fjórum þeirra
eru bændurnir með vinnu utan bús
eða annan búskap sem styður við
loðdýraeldið.
Samfélagið í kringum minkaeldið
er að mati Björns afar gott. Allir séu
tilbúnir til að aðstoða, gefa ráð og selja
dýr. Þá hittast bændurnir reglulega
og bera saman bækur sínar. Ólafur
skýtur inn í að nú sé orðið erfiðara að
halda stór partí þegar svona fáir eru
eftir, en að öðru leyti séu bændurnir í
búgreininni bjartsýnir.
Björn telur að í landinu séu um
9.000 minkalæður, en hver þeirra
getur eignast að meðaltali fjóra til
fimm hvolpa á ári. Til þess að koma í
veg fyrir skyldleikaræktun eru bændur
duglegir að skiptast á dýrum. Yfirleitt
séu keyptir kynbótahögnar af öðrum
búum, en þegar minkabú hafa verið
lögð niður hafi aðrir keypt flest öll
dýrin og flutt yfir á sín bú.
Kínverjar farnir að kaupa
Horfurnar í minkaræktinni ættu
að vera góðar að mati Björns. Nú
séu Kínverjar aftur farnir að kaupa
skinn á uppboðum eftir að hafa
horfið alfarið frá þeim í Covid-19
faraldrinum. Jafnframt séu allar
birgðir sem höfðu safnast upp að
klárast og framleiðslan á heimsvísu
orðin lítil. „Ef eitthvað er eftir af
markaðnum þá ætti þetta að geta
lagast,“ segir Björn.
Á síðustu uppboðum hafi öll
skinn selst og verðið hækkað um
tuttugu til tuttugu og fimm prósent.
Meðalverðið hafi verið nálægt 4.500
krónum en þurfi að vera á bilinu átta
til níu þúsund krónur til þess að standa
undir kostnaði.
Í löndunum í kringum okkur
hefur búum ýmist fækkað verulega
eða greinin lagst af, eins og í Svíþjóð,
Noregi og Hollandi. Eftir stendur
Finnland þar sem greinin lifir enn
og segir Björn Dani vera farna að
endurvekja nokkur bú hjá sér eftir að
öllum minkum var slátrað í Covid-19
faraldrinum. Hann nefnir að jafnframt
séu minkabú í Póllandi og Eistlandi.
Eftir hrun minkaræktarinnar í
Danmörku standi Ísland eftir með
bestu gæðin á skinnum á heimsvísu.
Lykillinn að góðu minkaskinni séu
stór, fínhærð dýr með þétt undirhár
og þétt yfirhár sem eru ekki of löng.
Munurinn á gæðunum á Íslandi núna
og þeim sem voru í Danmörku sé ekki
mikill, en þar hafi breiddin verið meiri
með fleiri litaafbrigðum.
Nýtir lífrænan úrgang
Björn telur greinina eiga rétt á
sér þar sem hún byggist á að nýta
lífrænan úrgang sem annars færi
til spillis. Afurðirnar séu jafnframt
umhverfisvænar, en minkapels geti
átt langan líftíma og eftir að honum
er hent brotnar hann niður. Greinin
kalli á sáralítinn innflutning en geti
hins vegar skapað gjaldeyristekjur.
Þegar minkaræktin náði hámarki
á Íslandi voru útflutningstekjur af
greininni tveir milljarðar króna en
hafi farið niður í 200 milljónir kr.
þegar minnst var.
Þá sé ekkert verra að rækta þessi
dýr en önnur ef farið er vel með þau.
Sumir hafi notað þau rök að þar sem
minkar eru ekki nýttir til manneldis
eigi búgreinin ekki rétt á sér. „Við
erum að rækta alls konar dýr til alls
konar nota, bæði okkur til ánægju og
brúkunar. Það sem skiptir öllu máli
er að dýrunum líði vel á meðan þau
lifa,“ segir Björn.
Got í byrjun maí
Við got í byrjun maí eru hvolparnir
sköllóttir og á stærð við fingur.
Læðurnar eiga allt frá einum upp
í fjórtán hvolpa, en meðaltalið er í
kringum fjóra til fimm. Ef læðurnar
eiga of marga hvolpa er auðvelt
að venja þá undir aðrar. Ólafur
segir drjúga vinnu vera á vorin og
þótt hann telji að hægt sé að líkja
tímabilinu við sauðburð þurfi í
langflestum tilfellum ekki að veita
aðstoð við got.
Þegar hvolparnir eru orðnir átta
vikna gamlir eru allir nema einn
teknir frá móðurinni. Hinir eru tveir
til þrír saman, eftir því hversu stór
búrin eru, en dýrunum líður best
með félagsskap. Minkarnir hafa
alltaf aðgang að hálmi og sagi sem
þeir nýta til að þrífa sig og útbúa
sér hreiður í búrunum. Þegar kemur
fram í nóvember er farið í gegnum
öll dýrin og lagt mat á hvaða minka
skuli láta lifa og hverjir skuli fara í
pelsun. Hún fer fram á minkabúunum
og er eitt fyrsta skrefið að setja dýrin í
svokallaðan drápskassa sem er fylltur
með útblæstri bensínmótors.
Björn telur ferlið ekki valda
minkunum streitu, en þeir séu innan
um önnur dýr og í myrkri þar sem
þeim líður vel. Dýrin eru látin hlaupa
í gegnum rör sem leiðir þau ofan í
kassann. Þar missa þau meðvitund
eftir tuttugu sekúndur og eru dauð eftir
eina til tvær mínútur.
Eftir slátrun eru dýrin sett í tromlu
með sagi til þess að hreinsa pelsinn og
að því loknu eru þau flegin. Hræin sem
Loðdýrarækt:
Horfurnar í minkaræktinni góðar
– Búgrein sem getur skapað góðar gjaldeyristekjur að mati Björns Harðarsonar
5hlutir sem
Björn getur
ekki verið án
1. Gúmmístígvél: „Þau voru talin
mesta framþróun í landbúnaði hér
áður fyrr.“
2. Liðléttingur: Hann auðveldar alla
vinnu við gjafir.
3. Hanskar: Þeir skipta máli við
meðhöndlun minka.
4. Fóðurvélin: „Maður myndi ekki
vilja vera án hennar í marga daga.“
5. Mjaltaþjónn: Hann minnkar
líkamlega vinnu við mjaltir.
Björn Harðarson í Holti tók við embætti formanns loðdýrabænda í vetur eftir að forveri hans, Einar Einarsson frá
Syðra-Skörðugili, hætti búskap um áramótin. Myndir / ál
Verðið á minkaskinnum hefur verið lágt undanfarin ár. Björn viðurkennir að
kúabúið hafi hjálpað til við að halda búskapnum á floti.
Ástvaldur Lárusson
astvaldur@bondi.is
Allt fyrir sumarsmíðina!
Mikið úrval af vönduðum stigum, tröppum og pöllum,
hannað fyrir mikla notkun í erfiðum aðstæðum.
Leyfðu okkur að leiðbeina þér í öruggum sérhæfðum lausnum fyrir þínar framkvæmdir.
HJÓLAPALLAR,
STIGAR & TRÖPPUR
Þú kemst hærra með okk r!
Vandaðar tröppur, stigar og hjólapallar til sölu og leigu á frábæru verði!
Vinnupal lar ehf. – Vagnhöfða 7 – s . 787 9933 – vpal lar@vpal lar. is – www.vpal lar. is
Skoðaðu
úrvalið til sölu
og leigu á
vpallar.is