Bændablaðið - 13.06.2024, Qupperneq 34
34 Erlendar fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
VARAHLUTIR Í
KERRUR
Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 517 5000 | stalogstansar.is
st’ al og
Bílabúðin
Stál og stansar
Elsta vatn sem fundist hefur
á jörðinni er 1,6 milljarða ára
gamalt og fannst í gamalli námu
í Kanada.
Djúpt í iðrum kanadískrar
námu fannst árið 2013 vatn sem
er það elsta sem fundist hefur
á jörðinni fram til þessa, 1,6
milljarða ára gamalt.
Hinn ævaforni vökvi fannst
milli steina í Kidd Creek-
námunni í Ontario, Kanada.
Hún er rúmlega 3 km djúp og
talin einhver dýpsta málmnáma
heims, þar sem menn hafa
grafið sig æ lengra niður í
jarðskorpuna í leit að kopar,
sinki og silfri. Frá þessu greinir
á vefnum zmescience. Hópur
vísindamanna frá Toronto-háskóla,
undir forystu jarðefnafræðingsins
Barböru Sherwood Lollar, fór í
rannsóknaleiðangur í námuna árið
2013 og komst þá á 2,4 kílómetra
dýpi, að helli þar sem vatn
seytlaði úr jarðlögum í berginu og
vísindamennirnir runnu á það vegna
stækrar súlfat-myglulyktar. Tekin
voru sýni og send í efnagreiningu.
Héldu að mælarnir væru bilaðir
Að sögn zmescience tók langan
tíma að fá niðurstöður á sýninu.
Rannsóknastofan sem sá um
verkefnið tilkynnti fyrst bilun í
mælum sínum því niðurstöðurnar
þóttu fráleitar. Síðar kom þó á
daginn að þær væru réttar og þarna
um að ræða rúmlega 500 milljónum
ára eldra vatn en það elsta sem þá
var þekkt. Vatnið reyndist vera tíu
sinnum saltara en sjór, seigfljótandi,
gulleitt og ríkt af súlfati. Greining
leiddi í ljós lofttegundir fastar í
vatninu, svo sem helíum, neon,
argon og xenon, en samsætur þeirra
ganga úr sér á þekktum
og mælanlegum hraða.
Jafnframt fundust örverur
sem lifa á vetni og súlfati.
„Flest líf lifir á sólarljósi,
en þessar örverur virðast lifa
á hinni takmörkuðu orku sem
þær fá í vatninu innilokuðu í
þessum ævafornu jarðlögum,“
sagði Long Li, lektor við jarð-
og loftvísindadeild háskólans
í Alberta. Þarna hafi mátt
sjá nokkurs konar fingraför
lífsins.
Innsýn í fornan hafsbotn jarðar
Kidd Creek-náman er ofan á
Forkambríum-Kanada-skildinum
(Forkambríumtímabilið er frá
myndun jarðar til sýnilegs lífs), sem
var einu sinni á hafsbotni.
Vegna þess að úthafsskorpan
er í stöðugri endurmótun vegna
flekaskila er elsti núverandi hafsbotn
aðeins nokkur hundruð milljóna ára
gamall. Kanadíski hellirinn er ekki
aðeins tímahylki fyrir milljarða
ára gamalt vatn, heldur gefur hann
jafnframt innsýn í fornan hafsbotn
jarðar. „Við hugsum ekki lengur
um líf á jörðinni sem þennan
líffræðiflekk á yfirborðinu. Lífið
gæti verið eitthvað sem gegnsýrir
plánetuna okkar djúpt niður,“ sagði
Sherwood Lollar.
Hún bragðaði á elsta vatni
jarðarinnar og sagði það vera mjög
salt og afar biturt. /sá
Elsta vatn í heimi
er salt og biturt
Vísindamaður frá Ontario-háskóla í Kanada tekur vatnssýni úr dýpstu námu
í heimi. Það reyndist vera 1,6 milljarða ára gamalt. Mynd / Ontario-háskóli
Þjóðir heims vinna að sameigin-
legum sáttmála um að koma í
veg fyrir plastmengun á jörðinni.
Reiknað er með að hann taki gildi
á næsta ári.
Í nóvember 2024 munu fulltrúar
ríkisstjórna þjóða heims koma saman í
Suður-Kóreu, í fimmtu og síðustu lotu
samningaviðræðna um alþjóðlegan,
bindandi sáttmála um að koma í veg
fyrir plastmengun á jörðinni. Slíkur
sáttmáli er talinn vera dauðafæri til
að skapa alþjóðlega lausn á þeirri vá
sem stafar af plastmengun um heim
allan. Ísland tekur þátt í sáttmálanum.
Útlit er þó fyrir að ekki verði sett þak
á plastframleiðslu.
Markmið sáttmálans er að minnka
framleiðslu helstu plastefna um 40%
milli áranna 2025 og 2040 og útrýma
öllum óþarfa plastvörum sem hafa
mengunarhættu í för með sér, þ.m.t.
einnota hlutum og óþarfa umbúðum.
Jafnframt á að koma á bindandi
og sértækum hönnunarkröfum
um plastvörur og samtengdum
ráðstöfunum og aðferðum til að
gera þessi umskipti skilvirk og
réttlát, þ.m.t. í formi tæknilegrar
og fjárhagslegrar aðstoðar. Þannig
á að berjast heildstætt gegn allri
plastmengun með aðgerðum sem
beinast að öllum lífsferli plasts og
stuðla jafnframt að ábyrgri neyslu og
framleiðslu.
Ísland hvatti til alþjóðasáttmála
Umhverfisstofnun Sameinuðu
þjóðanna telur að hringrásarnálgun
við framleiðslu og meðferð plasts
gæti minnkað innstreymi plastúrgangs
í höfin um yfir 80% til ársins
2040 og minnkað frumframleiðslu
plasts um 55%, með tilheyrandi
sparnaði í fjármunum og losun
gróðurhúsalofttegunda.
Vorið 2019 samþykktu
Norðurlöndin sameiginlega
yfirlýsingu þar sem þau mæltu
fyrir nýjum alþjóðlegum samningi
gegn plasti í hafinu. Norræna
ráðherranefndin hefur fjallað um
hvernig slíkur sáttmáli gæti litið út
og hvatt til alþjóðlegs samkomulags.
Ísland hefur verið í hópi ríkja sem
hafa barist fyrir því að samningur um
plastmengun sé gerður.
Samtal um sáttmálann hófst
árið 2017, þegar umhverfisþing
Sameinuðu þjóðanna stofnaði sér-
fræðingahóp sem falið var að kanna
hugsanlegar aðgerðir á heimsvísu
til að styðja við langtímaútrýmingu
sjávarsorps og plastmengunar.
Alþjóðasjóður villtra dýra (e. World
Wildlife Fund/WWF), ásamt öðrum
umhverfissamtökum, setti þá í fyrsta
sinn fram hugmyndina um alþjóðlegt
og bindandi samkomulag gegn
plastmengun.
Í mars 2022 ræddi fimmta um-
hverfisþing Sameinuðu þjóðanna, í
Kenýa, hina alþjóðlegu plastkreppu.
Samþykktu 175 þjóðir þá að
undirbúa alþjóðlegan sáttmála um
plastmengun, sem tæki gildi nú
2024, og komust jafnframt að sam-
komulagi um að hraða aðgerðum
svo hægt yrði að innleiða sáttmálann
strax árið 2025.
Fjórði fundur milliríkjasamninga-
nefndar um málið fór fram í lok
apríl sl. í Ottawa, Kanada. Lagt
hafði verið til ákvæði um hámark á
árlegri plastframleiðslu en það komst
ekki inn í samningsdrögin. Hefur
það verið harðlega gagnrýnt af m.a.
náttúruverndarsamtökum og þykir
veikja tilvonandi samning.
Fundur umhverfisráðherra G7-
ríkjanna, haldinn á Ítalíu 13.-15. júní,
fjallar m.a. um hvaða möguleikar
eru á að draga úr plastframleiðslu
á heimsvísu.
Plastframleiðsla meira en tvöfaldist
Því er spáð að miðað við núverandi
þróun verði heimsframleiðsla plasts
komin í 1.100 milljónir tonna árið
2050. Nú eru árlega framleiddar
um og yfir 462 milljónir tonna af
plasti. Um 85% af öllu plasti endar á
urðunarstöðum eða sem óreglulegur
úrgangur. Af þeim sjö milljörðum
tonna af plastúrgangi sem myndast
hefur á heimsvísu hingað til hafa innan
við 10% verið endurunnin.
Mengandi plast er m.a. einnota
plast, eins og hnífapör og umbúðir,
og örplast, t.d. úr vefnaðarvöru.
Örplastagnir eru ekki lokaafurð
plastúrgangs þar sem þær halda
áfram að brotna niður í nanóplast.
Nú er áætlað að á bilinu níu til
fjórtán milljónir tonna af plastúrgangi
lendi árlega í sjónum. Plastúrgangur
hefur fundist á öllum svæðum
heimsins, allt frá dýpstu hafsvæðum til
afskekktustu fjalla, sem og nanóplast
í andrúmsloftinu og lífverum, þ.m.t.
manneskjum. Rannsóknir benda til
að nanóplast geti farið yfir verndandi
lífhimnur í líkamanum og þannig
komist í blóðrásina, fylgju, safnast
fyrir í heila og hugsanlega haft skaðleg
áhrif á fólk. /sá
Sameinuðu þjóðirnar:
Þjóðir heims taka í taumana
Því er spáð að miðað við núverandi þróun verði heimsframleiðsla plasts
komin í 1.100 milljónir tonna árið 2050. Það er rúmlega tvöföldun frá því
sem nú er. Mynd / Naja Bertolt Jensen
Endurkoma villtra hesta
Nýlega var sjö hestum af
Przewalski-kyni sleppt á
hásléttum Kasakstans. Þeir komu
úr dýragörðum í Berlín og Prag.
Przewalski-hesturinn, sem var
á barmi útrýmingar á sjöunda
áratugnum, er talinn síðasta villta
tegund hesta sem eftir er. Tegundin
hvarf frá Kasakstan fyrir 200 árum,
en um 1.500 Przewalski-hestar eru
í Mongólíu. Til samanburðar eiga
villtu Mustang-hestarnir í Norður-
Ameríku rætur sínar að rekja til
taminna hrossa. Frá þessu er greint
í The Guardian.
Áður var þessi tegund algeng
á hásléttum Mið-Asíu. Talið er
að maðurinn hafi fyrst tamið hest
á þessum slóðum fyrir um 5.500
árum. Vitað er til þess að menn
hafi byrjað að nytja hesta í Norður-
Kasakstan tvö þúsund árum áður
en elstu heimildir vitna um slíkt í
Evrópu.
Eins og áður segir var nánast
búið að þurrka út stofn Przewalski-
hestsins um miðja síðustu öld. Það
var meðal annars vegna þess að hann
var veiddur til matar og hjarðirnar
tvístruðust við uppbyggingu
vegakerfis.
Dýragarðurinn í Prag hefur áður
tekið þátt í sambærilegu verkefni,
en árið 2011 voru Przewalski-hestar
fluttir til Mongólíu. Eftir nokkur flug
með hesta þangað á fimm árum er
talið að stofninn hafi náð ákveðnum
stöðugleika. Þá munu þýskir og
tékkneskir dýragarðar fljúga með
fjörutíu hross til Kasakstan á
næstum fimm árum. /ál
Przewalski-hestur. Mynd / Ludovic Hirlimann,
Wikimedia Commons